Það er ekki lítið sem ég hlakka til að eiga jól heima hjá mömmu þetta árið.
Nú er ekki bara búið að mála og parketleggja heldur er búið að setja nýja borðstofusettið saman og koma því fyrir, snúa stofunni alveg við og setja myndir upp og fínpússa styttur og smádót.
Allt annað heimili
Það var líka voðalega gaman að fara í gegnum skápa og skúffur hjá gömlunni minni því þar var svo margt skemmtilegt að finna sem enginn mundi lengur eftir.
Við systkinin skiptum einhverju á milli okkar sem mömmu var sama um en við vildum eiga og ég fékk meðal annars rosalega flotta mynd af pabba mínum sem tekin var 1970 á leið út úr flugvél í jakkafötum með sólgleraugu og bara reffilegur kallinn.
Kallinn átti líka 3 vasapela og við skiptum þeim á milli okkar systkinin og vildi svo vel til að minn var sá eini sem var merktur honum og hann hefur nú fengið heiðurssess í glerskápnum mínum.
Fleira smádót sem ég átti fékk að fljóta með heim til mín, s.s minningabók úr barnaskólanum, fyrsta hraðasektin mín, skýrslan síðan ég keyrði aftan á einn af flottustu söngvurunum okkar, ljósmyndir, nornaskikkja og síðast en ekki síst fannst "vúddúprikið" mitt - Vilma þú manst eftir því, ekki satt?
Flokkur: Bloggar | 4.12.2007 | 19:18 (breytt kl. 19:20) | Facebook
Athugasemdir
Jólin - mig hlakkar líka svo til - hlakka til að eiga löng og góð jól í algjörri leti með fjölskyldunni og lesa eitthvað uppbyggjandi annað en skólabækur, horfa á imbann og hafa það nice milli máltíða... já já það verður örugglega ekkert öðruvísi þessi jólin heldur en áður, maður etur á sig gat
Gangi þér vel með þrifin mín kæra og njóttu aðventunnar þess á milli
Berglind Elva (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 19:38
Hmmm og hraðasektin er væntanlega komin í ramma og upp á vegg
Jóna (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 08:10
hahahaa..... alltaf gott að eiga nornaskikkju!
Anna Stína (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:36
Ó, jú... vúdduprikið... hver getur gleymt því? Ég bara spyr!
Það ber svo sannarlega viðeigandi nafn... varstu að geyma það heima hjá mömmu þinni?
Vilma Kristín , 5.12.2007 kl. 10:02
Alltaf svo yndislegt að fara í gegnum gamla hluti. Til lukku með að vera búin að gera allt svona fínt hjá mömmu. Takk fyrir góðar kveðjur mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 11:53
Berglind mín, njóttu þess að skreyta og nærast - jólin eru til þess gerð
Jóna mín, ég er stolt af fyrstu sektinni, ekki lítið sem ég hafði fyrir að sitja fyrir póstinum svo mamma og pabbi sæju hana ekki - mamma sá hana þó núna en tók því ekki að skammast yfir henni 20 árum síðar
Anna Stína mín, ákvað að henda henni ekki alveg strax, yrði að leyfa þér að máta mína fyrst þín er horfin.
Vilma mín, vúddúprikið bara hefur gleymst hjá gömlunni enda giftar konur ekki að skoða svona gripi
Ásdís mín - vona að allt sé að ganga vel hjá þér... kíki yfir bráðlega
vá þið eruð allar mínar
Rebbý, 5.12.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.