heim - rúm - sofa

var það eina sem ég gat hugsað þegar ég skreið heim úr vinnunni kl 19 en þurfti auðvitað að koma við á nokkrum stöðum og sit svo við tölvuna hin hressasta núna.

Var að stressast í laununum til að verða 1 í nótt og var svo mætt aftur fyrir 7 í morgun og var bara á fullu í allan dag að vinna launin.   Hét því reyndar líka áðan að vinna ekki aftur að innleiðingu tölvukerfis, en verð víst að taka það strax til baka þar sem ég verð að vinna í næstu innleiðingu í des, vona bara að hún gangi betur.   Vilma treysti á vinnufélagana þína til að standa sig betur Joyful

Morgundaginn skal taka með trompi og njóta hans annaðhvort við jólainnkaup eða við þrif og upphaf jólaskreytinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóla hvað??? sé til hvort ég geri nokkuð svoleiðis.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2007 kl. 23:44

2 identicon

góða skemmtun í jólafjörinu(stressinu) ég verð bara föst í vinnunni og læri undir próf ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég get ekki farið í jólainnkaupin þar sem ég fékk ekkert útborgað

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.12.2007 kl. 14:45

4 Smámynd: Rebbý

æj Gísli - ekki svona erfiður við mig.
hlakka svo til að mæta til vinnu og fá á mig dúndurskotin frá öllum hinum líka  -  framkv.stjórinn var sá fyrsti til að gera grín að þessu (eins og honum einum er lagið) og svo reyndar komu nokkur skammarsímtöl, en það er náttúrulega vitað mál að þetta var viljandi gert að borga ekki út launin.

Rebbý, 2.12.2007 kl. 12:16

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gerðu bara eins og ég! Stinga af til útlanda......

Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband