ekki sú óstressaðasta ...

jæja - nú verð ég að taka enn og aftur ofan fyrir tölvufólki, forriturum og hvað þið öll kallist.

Það er verið að skipta um launakerfi í vinnunni hjá mér og núna 3 sólahringum áður en komið er að útborgun er kerfið ekki farið að virka en vinirnir mínir í tölvufyrirtækinu eru salla róleg og skilja ekkert hvað ég er að stressast.  
Sat í dag og gerði 3 tilraunir til að reikna út einn (já bara einn) starfsmann og ekkert gekk. 
Þegar ég fór heim kl 18 var enn ekkert farið að virka svo sennilega erum við að tala um eina af mínum síðustu færslum hér, því hvað verði gert við launafulltrúan á föstudag ef ekki verður greitt út er ekki hægt að setja niður á blað Shocking
Jah, jú kannski það sé alveg hægt að segja hér frá samúðarfullum kveðjum og knúsum sem ég fengi hehehe

En í kvöld fékk ég bara vinkonu í heimsókn til að elda fyrir mig (snillingur ég að hafa slasað mig) og við áttum bara hið fínasta kvöld.  
En ég áttaði mig á einu þegar ég var að ræða við hana um daginn og veginn að ég þarf að taka smá pásu á strákabindindinu mínu og blikka einhvern hingað yfir til að setja út grenið og jólaseríuna sem ég var að fjárfesta í því ekki get ég það með einni og hálfri hendi.   Eins þarf ég að redda mér heimilisaðstoð á næstu dögum ef ég ekki fer að verða kjarkaðri og nota höndina meira.

En kveð í bili, best að fara snemma í háttinn svo ég verði hress á morgun ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úlala spennandi.....

....hvaða kerfi ertu að taka í notkun?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, ég get alveg sagt þér eitt... svona leyniupplýsingar frá forritara sem er öllu vanur í gangsetningum (semsagt frá mér):  Tölvufólkið er ekki eins rólegt og þau líta út fyrir að vera.  Alveg pottþétt ekki.  Hjá okkur tölvufólki býr áralöng þjálfun í að halda "coolinu" útá við og líta út fyrir að verða rólegri eftir því sem stressið verður meira.  Í alvörunni, þetta er markviss þjálfun...

Vilma Kristín , 28.11.2007 kl. 20:27

3 Smámynd: Snjóka

Algjörlega sammála vilmu, við fáum sér þjálfun í þessu

Þetta er allt "fake it, till you make it" dæmi  

Snjóka, 28.11.2007 kl. 21:52

4 Smámynd: Rebbý

Jáhá stelpur, þið segið nokkuð - þá hefur vinkona mín fengið MJÖG góða þjálfun.   En hún þykist bara ætla að koma á morgun og taka launakeyrsluna með mér svo ég er afslappaðri núna en í gær.
Við erum að taka inn Hlaun3 svona ef það segir þér eitthvað - verður þægilegt í vinnslu sýnist mér þegar það verður tilbúið.

Rebbý, 28.11.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Okkar tölvufólk er eiginlega alveg sér á parti

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 30.11.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband