kósýhelgi ..

Yndislegur sunnudagsmorgun sem tók á móti mér þegar kirkjuklukkurnar vöktu mig kl 10:30 í morgun.   Hef ekki sofið svona lengi í margar vikur.
Settist fram og skellti Marco Antonio Solis á "fóninn" og fékk mér morgunmat sem ég snæddi meðan ég horfði  á snjókomuna fyrir utan gluggann minn.
Held hreint út sagt að ég skreppi á eftir að kaupa grenið og jólaseríuna á svalirnar mínar og kannski læði einhverju meiru af jólaskrauti í körfuna og byrji að safna fyrir aðventuna.

Er búin að eiga með eindæmum rólega og notalega helgi. 
Afslöppun og sjónvarpsgláp á föstudagskvöld og svo skrapp ég í Keflavíkina í heimsókn í gær og enduðum með að fara á Langbest að fá okkur kjúklingasalat.  Þetta salat er toppurinn af tilverunni, voðalega einfalt en agalega gott og nú er bara að taka fram matreiðsluhæfileikana og búa sér til svona salat og mæta með í vinnuna og gera hina græna úr öfund.  
Í gærkvöldi þá skrapp ég svo bara á rúntinn með félaga og eftir það tók ég mynd á skjánum sem ég hafði ekki séð í tæp 20 ár (Can't buy me love) og hafði bara gaman af og þegar henni lauk þá skreið ég upp í rúm með bókina mína og sofnaði með hana á nefinu.

Nú er bara að byrja daginn og koma sér eitthvað út þar sem ég er ekki að hafa nennuna í að þrífa hérna heima og þykist ekki nægilega góð í hendinni til að geta farið að skúra.
Stjúpukvöld í kvöld svo kvöldið verður líka bara rólegt og kósý ... ein kósýhelgi bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Uhhh, væri til í svona helgi.. þarf að læra að slaka á og hætta að finna mér verkefni að glíma við

Vilma Kristín , 26.11.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Segi það sama og Vilma. Væri til í að geta kúplað út og slakað á. Held ég þurfi að láta loka mig inni til að það sé mögulegt

...annars, demit! Allir byrjaðir að skreyta nema ég!!! Snertur af vanmáttarkennd fer að gera vart við sig hjá mér bráðum

Laufey Ólafsdóttir, 27.11.2007 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband