Jæja fékk aldeilis að kynnast því í dag að fólkið mitt í vinnunni hefur ekki mikla trú á mér
Daginn eftir óhappið sem kostaði skurðina í lófann ákvað ég að hætta að drekka tímabundið og hef alveg haldið það, nema hvað ég gleymdi mér aðeins í freyðivínsboði síðastliðinn fimmtudag og fékk mér eitt glas til að skála með vinnufélögum.
Fólk verður að gera sér grein fyrir að það tekur heilann tíma að læra svona.
Á mánudaginn ákvað ég svo líka að hætta að spá í strákana og gat svo ekki svarað símanum né msn-inu hjá mér þar sem ég var upptekin við að tala við flotta leigjandann (jú Simmý hann er flottur þó þú sjáir það ekki) og svo þegar ég hringdi til baka eftir að hann fór þá þurfti ég að kveðja skyndilega þegar fallegi pólverjinn kom að spjalla við mig.
Núna er farið að kalla mig Systur Rebbý, en ekki vegna þess að þeim þyki ég standa mig svo vel í að halda bindindin mín, heldur því þau hafa enga trú á mér.
Ekkert vín um helgina og best að binda fyrir augun svo ég sjái enga stráka sem ég óvart dett í að daðra við, held mig innan dyra og vona bara að engir strákar hringi í mig ....
Flokkur: Bloggar | 22.11.2007 | 22:01 (breytt kl. 22:02) | Facebook
Athugasemdir
Já, það var eftir því tekið á msn í dag að þarna væri nunna á ferð... ég hló bara og sagði að þetta hlytu að vera mistök því þú ert eins langt frá nunnu og hægt er...
Vilma Kristín , 22.11.2007 kl. 22:08
HEY VILMA helvíti hart ef vinir mans hafa heldur ekki trú á manni![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Blush.png)
Rebbý, 22.11.2007 kl. 22:12
Ekkert daður, engin drykkja,
ósköp leiðist mér.
Engin frakkur engin lykkja
ólétt orðin er. Farðu varlega stelpurófa.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 00:25
haha takk fyrir sendinguna Ásdís.
sá líka að MBL menn vilja ekki að það sé svona rólegt hjá mér svo eins gott að halda sig bara innandyra á næstunni ... hér er stjörnuspá dagsins:
Meyja: Er ekki skrýtið hvernig þú laðar að þér athygli einmitt þegar þú vilt vera í friði? Notfærðu þér það. Náðu stjórn á krafti aðdráttaraflsins með fálæti.
Rebbý, 23.11.2007 kl. 13:41
Rebbý
Við höfum trú á öllu sem þú gerir, nema því að hætta að drekka. Hér kemur fyrrirpartur. Fáðu Ásdís til þess að botna hann og sendu það á mig![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png)
Rebbý fór að reyna lífið
rann á rass og meiddi sig.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.11.2007 kl. 21:26
Lífið ekki lék við vífið
lemstruð hönd, æ kysstu mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 02:09
Æðislegt
Við ættum að opna svona ljóðablog![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Happy.png)
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.11.2007 kl. 10:04
já, það er gaman að því að lesa þetta og óska ég ykkur til hamingju með hæfileikann .... sjálf hef ég aldrei reynt á það hvort ég búi yfir svona "gáfum"
Rebbý, 24.11.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.