loksins letikvöld

Ohh nú er ég búin að koma mér fyrir í sófanum með gos og eftirrétt í hönd eftir að hafa bara farið út að borða með stjúpunni minni eftir vinnu.   Í kvöld á nefnilega bara að vera letilíf svo ég bíð bara eftir að fallega fólkið komi á skjáinn (top modelið og Herra Ísland) svo ég passi betur inn í umhverfið mitt Whistling

Mátti í dag taka endalega af sárinu í lófanum og sé reyndar að ég þarf aldeilis að ná að mýkja húðina aftur, ferlega ljótur lófi sem blasti við mér, en þetta jafnar sig vonandi útlitslega séð enn betur á næstu dögum.
Fékk reyndar hurð skellt í hnéð á mér í dag, ekki að það hafi ekki verið nægilega fjólublátt og svart fyrir svo óhappaaldan virðist ekki vera yfirstaðin, núna er komin stór kúla á það að auki og mín var haltrandi síðustu mínúturnar í vinnunni.

Vona að þið verðið jafn dugleg að slappa af í kvöld og ég Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta með þig esskan?  Hrakfallabálkur nr. 1  

Jóna Björg (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Vilma Kristín

He he, það er bara eitthvað verið að testa þig... heldurðu það ekki? 

Eða þú ert stödd í rómantískri gamanmynd og átt eftir að hitta draumaprinsinn sem er læknir á slysó... það væri cool... 

Vilma Kristín , 21.11.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

hvaða hvaða

ég tek undir með Vilmu... þetta hlýtur að enda með rómans á slysó:)

Kolbrún Jónsdóttir, 22.11.2007 kl. 07:42

4 Smámynd: Rebbý

hahaha   Já stelpur - pant þá bara slasa mig nett til viðbótar, það ætti að duga.

Rebbý, 22.11.2007 kl. 08:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hringdu bara upp á slysó fyrst og spurðu hvenær sætasti læknirinn (ólofaður) er á vakt og þú getur þá bara hent þér á vegg   Brick Wall  vertu bara á undan jölaglöggs liðinu svo biðin verði ekki eins löng

   Drinking Red Wine  æ, ég er bara í grínstuði, farðu vel með þig elskið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 13:57

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

obbobbobb  alltaf að slasa þig? Farðu vel með þig sæta mín og varlega líka!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 20:58

7 Smámynd: Rebbý

Ásdís mín, ég yfirheyrði læknanemann sem saumaði mig og hún hafði enga flotta lækna séð (reyndar á fyrstu vaktinni sinni) en hafði heldur ekki heyrt af neinum McSteamy eða McDreamy .... svo hverjar eru líkurnar á að þeir séu upp á slysó?

Rebbý, 22.11.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband