dæmigerð ég

OH er það ekki bara dæmigerðast að skreppa í þrif gallanum með sveittan kollinn út í búð og hitta þar einstaklinga sem ekki eiga að sjá mann illa tilhafða?

Asnaðist í IKEA aðeins í joggingbuxunum, flíspeysunni og með hárið út í allar áttir til að versla mottur, tappa undir húsgögnin og svona aðeins að skoða borðstofuhúsgögn.  
Ég veit að maður hittir alltaf einhvern í þessari verslun og ég svosem heilsaði upp á nokkra kunningja og gat útskýrt fyrir þeim útganginn á mér en þegar ég var rétt komin inn í húsið þá sá ég Jonna beib og við tókum fram úr hvor öðru aftur og aftur svo hann sá aftur og aftur hvað ég var ekki fín BlushFrownBlush

Fyrir ykkur sem eruð nýbúin að kynnast mér þá er Jonni fyrsti strákurinn sem ég fór á stefnumót með eftir skilnaðinn.   Ég nefnilega gerðist óheyrilega djörf eitt miðvikudagskvöld að vori 2006 og skrapp í heimsókn til spjallfélaga af netinu þrátt fyrir að hafa bara verið skilin í 3-4 mánuði.
Hann sýndi mér íbúðina sína og áhuga sinn á að safna antik og það verður að viðurkennast að honum hafði tekist nokkuð vel til með að blanda saman antik og nýrri húsgögnum.  
En þar sem það var svona stutt síðan ég hafði skilið þá var smá stress í minni, fannst einhvernvegin eins og ég væri að gera eitthvað sem ekki mætti þrátt fyrir að vita að mínu hjónabandi væri alveg lokið enda hafði minn fyrrverandi verið í sambúð téða 3-4 mánuði.
Við sátum svo og spjölluðum eitthvað fram eftir kvöldi en þegar ég ætlaði að fara að klæða mig aftur í jakkann og koma mér heim í svefn þá tekur þessi elska í höndina á mér og bíður mér í dans bara svona nett inni í borðstofunni hjá sér.   Ferlega rómantískur og sætur.  
Nema hvað að hann kyssir mig í dansinum og ég hefði sennilega ekki getað brugðist verr við þar sem ég fraus algjörlega og sagðist þurfa að rjúka og eiginlega bara rauk á dyr.   
Strák greyið ákvað náttúrulega að ég væri snarbiluð dama og hefði bara verið að leika mér að því að fara illa með hann, sem hefði ekki getað verið fjær lagi. 

Allavega þá gekk ekkert eftir þetta og þrátt fyrir að hafa hitt hann af og til síðan þá höfum við ekki talast við enda hann í sambandi með einhverri konu sem hefur tekið kossunum hans betur Kissing
Hann er samt ennþá voðalega sætur strákur og þess vegna á maður að líta voðalega vel út þegar hann er nálægur svo hann sjái hvað hann missti af miklum kvenkosti  hehehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er ekki tiltektin á útlitinu sem heillar Rebbý mín, það er sjálf manneskjan sem maður sér í augum hennar.

Þröstur Unnar, 20.11.2007 kl. 22:56

2 identicon

Mikið rétt Þröstur. En Rebbý mín, þetta kemur bara fyrir þig (svona fyrir utan mig einstöku sinnum þegar ég var single)  Þú verður dropp dedd gordsjös þegar þú rekst á hann næst

Jóna Björg (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband