fjölskylduátak með pólskri hjálp

Jæja þetta er aldeilis búin að vera helgi þar sem nóg hefur verið að gera.

Eftir vinnu á föstudaginn þá fór ég til múttu að skipta mér af þegar bræður mínir tóku sig til og báru stærstu húsgögnin hennar fram á gang þar sem komið var að því að parketleggja stofuna og eldhúsið.  Ég átti auðvitað að hjálpa til en sökum þess að vera einhent þá taldist ég löglega afsökuð LoL
Eftir þetta fórum við Gunnsó félagi til Vilmu og sátum með henni og vinkonu hennar að spila og drekka rauðvín (nema hvað ég var bara í gosinu, enda aðeins pása á drykkjunni) og sátum svo og hlógum eins og vitleysingar þar sem við vorum í Partýleiknum og þurftum að leysa hin ýmsu verkefni s.s. leika Andrés Önd og teikna titil myndarinnar "Silence of the lambs"  
Brilliant spil sem ég hlakka til að prufa aftur.   Vilma blikk blikk Wink

Þegar heim kom um nóttina tók á móti mér enn eitt partýið í húsinu sem reyndar endaði með lögregluheimsókn því slagsmál voru búin að brjótast út eins og heyra mátti milli allra hæða. 
Um 2 tókst mér loksins að sofna svo ég var ekkert rosalega brött um 8 á laugardagsmorgun þegar ég fór á fætur til að fara aftur til múttu.

Við byrjuðum á að taka niður gardínurnar og henda í þvott og klára að flytja smádót inn í herbergi svo strákarnir gætu aðhafst.  Æddum út í búð og keyptum meiri málningu og eitthvað af smá hlutum sem þeim vantaði til að geta unnið verkið sitt og skildum þá svo eftir við að mála og leggja gólfið. 
Við vorum á flakki milli húsgagnaverslana að skoða borðstofuhúsgögn þar sem það á að kaupa slíkt í jólagjöf handa múttunni, en það gekk ekkert sérstaklega vel.
Einu skiptin sem við þorðum inn var þegar við vildum gefa strákunum eitthvað að snæða og svo þegar okkur fór að finnast þetta vera orðið dágóður tími sem hefði farið í þetta fórum við að reyna að vera duglegar að hjálpa þeim pólsku, en tíminn fór þá bara meira í að rembast við að tjá sig og gera sig skiljanlega (bæði við og þeir).  

Um miðnætti var farið að vera smá stress í gangi við að klára því þeir töldu öruggt mál að þeir mættu ekki vera úti að saga lengur (og við kellurnar vildum líka að þessu færi að ljúka) en þrátt fyrir að hafa hætt að saga kl 00:30 þá voru þeir ekki búnir að öllu og fóru heim rúmlega 1 en svo verður mæting hjá gömlunni á morgun við að klára þar sem allir gólflistarnir eru eftir í eldhúsinu.

Klukkan 9 í morgun fór ég á fætur og rembdist við að gera mig fína þar sem það var loksins komið að því að uppljóstra hvaða nafn litli "frændi" ætti að bera það sem eftir væri og svo var skroppið í þessa fínu veislu með voðalega flottum smáréttum og einstaklega góðri skírnartertu.  
Ég stakk reyndar fljótlega af til að fara heim til múttu og bera húsgögnin inn í stofu aftur og þrátt fyrir að hafa ekki verið á fullu í gær við að leggja gólfið þá duttum við kellurnar út yfir sjónvarpinu og ætlum sko að nota alla næstu viku við að klára að koma íbúðinni í horf aftur því það er engin smá vinna að þrífa allt, setja upp myndir og setja inn í stofuskápana aftur.

Á morgun er komið að því að taka saumana úr lófanum og það var eins gott að það hefur sést í sárin þar sem bræðrunum þykir merkilegt að ég slasaði mig daginn fyrir áætlaðan upphafsdag breytinganna hjá mömmu okkar og saumarnir verða teknir daginn eftir að þeim átti að ljúka.
Þetta er bara búið að tefja málið smá og reyndar bara flott að þeir hjálpuðu til og elstu strákarnir þeirra þá er hægt að kalla þetta fjölskylduátak með smá pólskri hjálp Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeils sem þið eruð dugleg.  Já, maður meiðir sig stundum á heppilegum tíma  eða þannig akkurur pólskri hjálp??

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Rebbý

Er að vinna með nokkrum mjög hæfileikaríkum pólskum mönnum og fékk 3 til að koma og "hjálpa" og reyndar verð að segja að ég vissi ekki að þeir væru svona handlagnir þó ég hefði valið stráka sem ég vissi að væru samviskusamir í vinnu.   Svo reyndu þeir að halda því fram að næringin sem þeir fengu á þessum 12 tímum sem þeir voru að væru næg greiðsla fyrir vinnuna, en ég þrjóskari en þeir

Rebbý, 18.11.2007 kl. 20:04

3 identicon

flott að þetta gekk svona fínt - hvernig ertu annars í hendinni? og takk fyrir afmæliskveðjuna

Berglind Elva (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:28

4 identicon

Hellí skvís

Þið eruð ekkert smá góð við múttu ykkar

Hvernig líður í hendinni, gekk ekki vel að taka saumana ???

Elín Björg (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband