námsskeiðssetan ...

Jæja enn á einni hendi reyni ég að setja inn smá fréttir af mér ...

Það hafði ekkert með höndina á mér að gera að ég fór ekki í vinnuna í morgun heldur var ég búin að bóka mig á námskeið út í bæ og hugsaði mér gott til glóðarinnar að vera með starfsmannastjórann með mér sem einkaritara, en það klikkaði þar sem hún komst ekki á réttum tíma frá veiku barni svo ég þurfti að kreista saman þumal, vísifingur og löngutöng með þvílíkum öskrum innra með mér svo ég truflaði ekki hina áhugasömu nemendurna.

Rétt fyrir hádegi var ég reyndar að því komin að öskra þarna inni en meira bara af leiðindum og til að kanna hversu margir myndu vakna til lífsins á ný.  
Veit að það er erfitt að gera upplýsingar um tölvukerfi spennandi, en andsk... hafi það ef maðurinn var ekki að því kominn að drepa okkur úr leiðindum.

Skrapp svo í göngutúr í hádeginu og fékk mér snæðing en fattaði ekki alveg að ég ætti bágt með að skera matinn svo ég var voðalega lengi að borða en fékk mér svo góðan eftirrétt með mér inn á ný og settist uppspennt af sælgætisáti tilbúin í meiri lærdóm.
Klukkan 2 var höndin farin að kvarta vel, gott ef tvöfalda hnéð var ekki farið að æsa sig, heilinn að verða að mauki og bakið að bilast því 5 tíma seta á eldhússtól er ekki toppurinn á tilverunni.

Á morgun verður verkefnavinna og það verður gefið í svo maður komist snemma heim og byggja sig vel upp fyrir skotin sem koma frá vinnufélögunum á miðvikudag Pinch verður nóg um þau ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku skottið mitt, en þú óheppin að meiða þig svona. Vona bara að það lagist fljótt og vel, alltaf jafn vont að slasa sig svona. Sendi þér huggun með loftstraumi.  Kær kveðja .

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:55

2 identicon

hvað er að frétta af stelpunni - ekkert að skána í hendinni, farðu vel með þig

Berglind Elva (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband