Jæja núna er konan á fullu að vélrita hérna smá pistil með vinstri hendi og verð að segja að þeirri hægri klæjar alveg í puttana, ekki bara til að vera með í pikkinu heldur fá að hreyfa sig.
Skrapp á föstudagskvöldið til góðra vinkvenna og fékk mér aðeins í glas en þegar það kom að því að fara út í bílinn sem átti að flytja okkur í bæinn þá stökk stór steinn í veg fyrir mig hlýtur að vera því ég féll fram fyrir mig og flaskan sem átti að vera félagsskapur minn á leiðinni brotnaði og skildi eftir sig 2 myndarlega skurði í lófanum.
Vinkonurnar hentust með mig inn á bað og sáu skurðina mun betur en ég svo þær hentu þvottastykki um höndina og settu mig úr á miðri leið, eða sko skildu mig eftir á slysó og þrátt fyrir að stuðið væri ekki mikið þar þá "entist" ég lengst í "djamminu" því ég kom ekki heim fyrr en rúmlega sex og þá 9 glæsilegum sporum ríkari auk þess sem ég ein fékk innsýnina í líf læknanemans á bráðavaktinni en hún viðurkenndi að þarna á fyrstu vaktinni sinni væri hún hvorki búin að hitta á McDreamy né McSteemy svo líf einhleypa læknanemans var ekki jafn spennó að því leitinu og þeirra á stöð2 en starfið er víst rosalega spennandi svo ég óska henni góðs gengis í restinni af náminu þrátt fyrir að ég stefni ekki að því að sjá hana að verki meir.
Simmý, það var leitt að aðkoman heima hjá þér eftir ballið var svona blóðug en þú kannski hleypir mér samt í heimsókn aftur síðar .... takk fyrir aðstoðina, boðið um að sitja með mér á slysó og ekki síst fyrir webcam brandarann
Athugasemdir
Já tak fyrir kvöldið elskan... Jú fínt kvöld alveg - það sem ég man en hún Simmý rifjaði þetta aðeins upp með í gær. Svooo sætt af henni
Krissý (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:15
hehehehhe takk fyrir góða skemmtun elskur Ekki málið með blóðbaðið bara velkomin hvenær sem er en þú gleymdir hinu fallinu hehhehheehhehe hehehhehe...... En ég mun fylgjast betur með ykkur á næsta djammi bara svona svo þið endið ekki á slysó eða á röngu xxx
Simmý (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:15
æi, greyið.
Áfengi getur verið stór-hættulegt
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 11.11.2007 kl. 23:32
Ekki gott að heyra... en þú getur enn spilað er það ekki? Með vinstri?
Vilma (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:40
Ussussuss ! Láttu þér nú batna essgan og slepptu svona óhöppum í framtíðinni !
Svava S. Steinars, 12.11.2007 kl. 01:43
usssss......og borgar þetta sig? hehe
Kolbrún Jónsdóttir, 12.11.2007 kl. 07:41
Krissý - þú ert yndisleg vinkona þó þér hafi ekki þótt fallið mikið merkilegt og bara sest upp í bíl og tilkynnt þar um óhappið rétt fyrir lúrinn ...
Simmý - fyrra fallið átti ekki að fréttast en segðu mér þína útgáfu af ranga xx-inu
Gísli - setjum upp varúðarskilti í vinnunni, svona slys eru að ganga þar
Vilma - ég get allt, meira að segja með vinstri svo við erum enn on
Svava - gerði þetta bara fyrir þig, ekki máttu einoka slysó
Kolla - það er aldeilis búið að hlægja að þessu svo ég allavega skemmti hinum
Rebbý, 12.11.2007 kl. 19:56
Já Rebbý mín. Hitt er líka option, þ.e. að hætta að drekka?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.11.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.