Það er eitt sem ég hef tekið vel eftir síðan ég skildi og það er hvað karlmenn eru fullir sjálfstraust hvort sem það er verðskuldað eða einfaldlega þeir búnir að selja sér þá hugmynd að þeir séu "Gods gift to women"
Þetta virðist ekki vera að hrjá vinkonur mínar, sérstaklega ekki þær einhleypu, hvað þá gömlu góðu mig.
Einhvernvegin náum við að draga það versta upp og brjóta okkur niður sjálfar, er þetta kvenfólki meðfætt?
Persónulega vil ég ekki vita af gráa hárinu mínu svo ég fer reglulega í litun og hef því ekki séð mitt fyrsta grá hár ennþá
Sætti mig alveg við hrukkurnar mínar enda sé ég þær bara sem hláturhrukkur ennþá og það segir mér bara að ég sé búin að eiga yndislega tíma og reyndar búin að læra að þetta er bara þroskamerki (trúi því allavega ennþá)
Líkaminn hefur alltaf verið í ólagi, get að hluta til kennt sjálfri mér um og að hluta til sjúkdómi sem hefur reyndar kostað mig meira en bara aukakílóin.
Tel mig hafa hinn ágætasta persónuleika og skiptir það ekki mestu?
Verð að segja að þegar ég horfi á þáttinn "how to look good naked" þá sé ég alveg að málið er að vera sáttur við sjálfa/-n sig og þá kemur hitt að sjálfu sér. Tekst þó ekki að selja mér það sjálf.
Kynþokki hefur ekkert með fullkominn vöxt að gera svo því erum við ekki sáttari við sjálfa okkur.
Stelpur verum sáttar þó við séum misjafnlega "gallaðar"
Óska eftir "sjálfsálit 101" námskeiði handa mér og mínum
Athugasemdir
Kafli 1; Elskaðu sjálfa þig
Knús á þig sæta
Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 00:01
heyr, heyr - love your self till the death... bara hætta að spá hvað öðrum finnst - hjartalagið er það sem skiptir öllu máli ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:29
Núverandi eiginmaður minn kenndi mér að elska sjálfa mig og verð ég honum eilíflega þakklát fyrir það, þvílíkur munur þegar maður nær því að vera fullkomlega sáttur við það sem maður er. Ég á góð ráð ef þú vilt.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 18:13
hæ sætu stelpur, gott að þið eruð með þetta á hreinu .... já takk Ásdís mín, ráð eru vel þegin
Rebbý, 8.11.2007 kl. 22:48
Kynþokki hefur með vöxt að gera. Þetta spilar allt saman, en fullkominn vöxtur er eitthvað sem ég skil ekki. Hefur þú nánari útskýringu á því hvað það er?
Þröstur Unnar, 9.11.2007 kl. 08:40
ég er að tala um hvort konur þurfi að vera einhver súpermódel til að vera kynþokkafullar eða hvort konur sem eru miklar og stórar vexti (þá er ég ekki að tala um hæð) geti talist kynþokkafull??
Rebbý, 9.11.2007 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.