einkabílstjórinn hennar mömmu

Fór í gærkvöldi að sjá Andrea Bocelli InLove

Var svo heppin að eiga múttu sem þorir ekki að keyra nema sína vanalegu leið frá heimili til vinnu svo hún bauð mér að koma með sér á tónleikana sem bílstjóri.

Fórum snemma af stað svo við værum örugglega mættar á staðin á góðum tíma og við náðum því.   Vorum komnar í sætin okkar rétt fyrir 8 og biðum svo spenntar eftir að tónleikarnir byrjuðu.
20mín síðar var kallað í hátalarakerfið að tónleikar myndu byrja eftir 15.mínútur og svo töldu þeir niður þangað til ljósin voru deyfð kl 20:30 

Tónleikarnir byrjuðu á að þessi fínasta sinfóníuhljómsveit spilaði en svo kom hann á svið þessi myndarlegi snillingur.
Hann hafði með sér barritón og sópran á sviðinu í nokkrum lögum, en mér fannst hann bestur þegar hann var einn að syngja.
Verð reyndar líka að segja að mér fannst hann mun betri eftir hlé þegar ég fór að kannast við lögin því ég kýs heldur þessa poppuðu klassík og þegar kom að uppklappinu þá byrjaði gæsahúðin að koma því þá söng hann "Prayer" og endaði með "Time to say goodbye"

Mamma mín, hvenær sem þig vantar bílstjóra á svona tónleika, bara hringdu Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úff, mér finnst hann svo flottur!!!!! Ég ætla að giftast honum þegar ég verð stór.........

..... og ef ég næ því ekki, þá ætla ég að kaupa disk með honum!

Knús á þig sæta mín

Hrönn Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á disk með honum læt það nægja.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Veistu hvort hann les nótur?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.11.2007 kl. 23:39

4 identicon

heppin þú mig langaði svo mikið á þessa tónleika ;) 

Berglind Elva (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband