Ætla að halda út alla vikuna að benda á eitthvað jákvætt sem er að gerast hjá mér og núna þegar ég var að skríða heim þá fór ég að spá hvað ég gæti talið upp fyrir daginn í dag.
Fékk lánadrottinn í heimsókn og hann kom með After Eight handa mér svona bara að minna á sig.
Skrapp að heimsækja vin sem hafði fyrir nokkru pantað handa mér fiskabúr í sjónvarpið mitt.
Fékk svo reyndar að vita að stóra málverkið sem ég var að spá í að kaupa væri selt og á eftir að ákveða hvort það sé jákvætt eða neikvætt .... leitt að þetta var farið, en fæ þó að leita að öðru í staðin og finnst það ekkert leiðinlegt verkefni
Gerðist ekki eitthvað jákvætt hjá þér í dag?
Athugasemdir
Jú það gerðist margt mjög jákvætt hjá mér í dag. Ég fór í 2 próf í dag, í spænsku og líka í íslensku(lokapróf í Brennu-Njálssögu) og gekk bara mjög vel. Skúraði svo í 4 og 1/2 klst og er ég þar með búin að létta á næstu 3 dögum í ræstingunum. Þegar ég kom heim skellti ég mér í sturtu og á meðan eldaði sonur minn pasta og bolognese, hann semsagt steikti hakki og sauð pastað og skellti sósunni út á hakkið. þannig að þegar ég kom glansandi fín úr sturtunni var tilbúin matur. Eftir matinn heyrði ég svo í draumaprinsinum sem var æði ;) og núna er ég rétt í þessu að fara að skríða upp í rúm en ég setti nýtt á rúmið í dag. Ég er semsagt búin að vera rosalega heppin í dag ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:37
Og þurfti ekki einu sinni að vera jákvæð samkvæmt læknisráði kalla það nokkuð gott Rebbý mín
Krissý (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:40
Lánadrottinn með after eight???? Ég pant skulda honum líka...........
Jákvætt? Já já, ég náði í konu í dag sem ég er búin að vera að reyna að ná í í nokkra daga. Ég byrjaði að mála herbergið sem ég er búin að vera að humma fram af mér....... og minn nýji vinnuveitandi ætlar að kaupa handa mér síma. Fyrir utan hvað mig dreymdi hrikalega vel í nótt. Sem minnir mig á það, ég ætlaði snemma að sofa og reyna að halda draumnum áfram
Knús á þig sæta
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 22:58
Ég vaknaði við skemmtilegar upphringingar frá fólki sem var að hrósa okkur Heiðu fyrir framtakið með fjöryrkjana. Tók svo óvart 2 stk. af annarri hjartalyfjategundinni sem ég tek svo ég var upp í rúmi til 4 með svima og ógleði. Svo kom húsbandið í kvöldmat, hann skrapp út í sveit að hitta vin sinn. Mér finnst alltaf svo gaman þegar hann kemur heim ´þó svo hann sé kannski bara 1 klt. í burtu, svona er ástin það er einmitt ástin og kærleikur minn til barnanna okkar sem gerir hvern dag í lífi mínu að gleðidegi.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:18
Ég eldaði kjötsúpu by my lonesome og tókst alveg ljómandi vel frumraunin í þessari eldamennsku. Fór líka loksins með hundinn minn í "fótsnyrtingu", lét klippa klærnar sem voru orðnar frekar langar
Jóna Björg (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.