ákvað þegar kirkjuklukkurnar vöktu mig í morgun að eiga bara kósý sunnudagsmorgun fyrir framan tölvuskjáinn, skoða nýjustu færslur bloggvina þar sem ég hef ekki gefið mér tíma í það í marga marga daga og setja spænska sjarmörinn minn á fóninn.
Eftir að hafa lesið yfir hluta færslnanna þá finnst mér einhvernvegin allt volæðið í mér upp á síðkastið bara ekki eiga skilið að brjótast um í kollinum á mér.
Ég má þakka mínu sæla fyrir það sem ég á og hef ...
- ÉG á yndislega mömmu sem alltaf er treystandi á.
- ÉG á 2 frábæra hálfbræður, annar þeirra á svo duglega konu og báðir frábærann hóp barna sem ég þekki öll vel þrátt fyrir dreifðan aldurshóp.
- ÉG á 1 yndislega stjúpu sem bjargar oft deginum með að koma inn á msn og segja bara hæ besta og nennir svo oft að koma og vera með "gömlunni" mér.
- ÉG á nokkra þá bestu vini sem fyrir finnast og óheyrilega mikið af kunningjum heyrist mér stundum á þeim þegar farið er í fjölmenni.
- ÉG er í vinnu sem mér þykir skemmtileg en jafnframt krefjandi, þar sem vinnur ótrúlega vel samstilltur hópur fólks sem á það mest allur sameiginlegt að vera hörkuduglegur og hafa húmorinn í lagi og eiga frábæra maka sem smella vel inn í hópinn líka.
- ÉG mun einhvern tíman eignast íbúðina sem ég bý í þrátt fyrir að hafa fyrir 19 mán skilið og staðið með bara skuldir á bakinu eftir hjónabandið.
- ÉG get hreyft mig og tjáð mig þegar ég það vil.
yfir hverju er ég að kvarta .....
Athugasemdir
Þú ert frábær!
Þú gleymdir að telja það með.....
Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2007 kl. 19:06
Flott færsla hjá þér sweety.... ég þakka fyrir að hafa kynnst þér fyrir.... hmmm 26 árum síðan eða svo... ég er samt alltaf tvítug sko
Kolbrún Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:17
takk Hrönsla mín, við tökum þetta allt á jákvæðninni
og hey Kolla, geta bara ekki verið 26 ár síðan við sátum saman á skólabekk fyrst - ég þakka líka fyrir að hafa kynnst ykkur aðalvinkonunum úr barnaskólanum ... vorum og erum skemmtilegastar
Rebbý, 21.10.2007 kl. 20:30
Þú átt alveg fullt.
Þröstur Unnar, 21.10.2007 kl. 20:45
Þú ert svo heppin ljúfan
Berglind Elva (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 10:56
Já, þú ert bara ótrúlega heppin. Við líka sem erum að kynnast þér, að fá að þekkja þig. Bjartsýni bjargar öllu
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.