Kringlan, afmælisveisla, matarboð og stjörnuhrap

Jæja nú erum við stjúpan aldeilis búnar að eiga yndislegan dag.

Byrjuðum á að sofa út, rukum svo út eftir sturtu í Kringluna að versla afmælisgjafir og hitta hinn mánaðargamla "frænda" og reyndum eftir fremsta megni að stela honum en mamman birtist alltaf aftur og aftur (synd og skömm) svo við gáfumst upp og kvöddum og skelltum okkur í afmælisveislu.

Tveir litlir vinir okkar eiga afmæli og mömmur þeirra svo gáfaðar að halda bara eina veislu og þar var aldeilis fullt hús af góðum vinum af hinum ýmsu aldursskeiðum.   Eitthvað af háværum yngri krökkum og svo eitthvað af unglingum og svo foreldrar og afar og ömmur.
Merkilegt hvað maður verður sáttur (og þó ekki) að vera barnlaus þegar maður fer í svona veislur því hávaðinn í þessum skrímslum er ótrúlegur.  Þær segja mér mömmurnar að þetta venjist en ég veit ekki hvort ég trúi því.

Eftir að afmælinu lauk þá skruppum við til múttu minnar í mat og sátum þar svo með brósa mínum og syni hans og horfðum á eina góða gamanmynd og svo gaf mútta okkur í kveðjugjöf miða á Gosa í vikunni svo núna er stefnan sett á leikhús Grin

Að öllu þessu loknu fórum við niður á Sundabakka, eða planið þar sem Viðeyjarferjan er og stóðum þar í kuldanum að skoða Friðarsúluna og fannst okkur hún bara merkilega flott. 
Flottast var þó þegar skýin fóru um hana og hún náði að lýsa þau upp.   Rétt áður en við fórum sá daman stjörnuhrap og var snögg að setja fram ósk sem ég vona að rætist henni, hver sem óskin er

En núna er komin tími á að fara að slaka á með henni því það styttist í að ég skili henni heim aftur.
Njótið morgundagsins ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Mæli sko með Gosa í Borgarleikhúsinu.  Við fórum í fyrradag á forsýningu og það var rosa gaman.  Mín 3ja og 4ra ára sátu alveg dolfallin allan tímann.  Hafa aldrei verið svona stillt í bíó einusinni.  Skemmtu þér vel á Gosa.

Helga Jónsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:22

2 identicon

Varst duglegri en ég og Simmý um helgina.... Við bökuðum bara eina pizzu

Krissý (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 13:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að helgin var ánægjuleg mín kæra.  Eigðu góða viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband