Jæja þá er komið að langþráðri helgi, prinsessan stóra kemur á eftir og verður hjá mér fram á sunnudag.
Við ætlum sko að taka okkur góða mynd í kvöld og kúra saman upp í sófa yfir sjónvarpinu með sængurnar okkar og svo ef ég þekki okkur rétt þá kjöftum við mig í svefn í framhaldinu af því
Á morgun er það afmælisveisla hjá litlum vini okkar og svo í mat hjá ömmunni með brósa mínum og syni hans svo reyndar fer hún snemma á sunnudag í afmæli hjá sinni fjölskyldu svo þetta er bara nett helgi.
Ótrúlegt hvað hún nennir enn að koma og hitta mig enda verð ég alltaf stjúpmamma nr 1
Vona að þið eigið öll góða helgi, við stjúpan ætlum sko að eiga það ....
Athugasemdir
Skemmtu þér vel með prinsessunni um helgina.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 12:28
Eigðu góða helgi með dúllunni
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 12:57
takk stelpur,
ekki nóg að það séu myndir af glæsilegum konum sem fylgja skilaboðunum heldur þessi líka fíni broskall og rosa augnhárapæja
Rebbý, 12.10.2007 kl. 13:48
Góða helgi. Hvíla sig vel fyrir næsta föstudag
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.10.2007 kl. 22:49
Frábært hvað þið eigið gott samband. Góða helgi!
Laufey Ólafsdóttir, 13.10.2007 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.