góð helgi að klárast

jæja kæru vinir, smá skýrsla frá mér eftir smá pásu

Það er búið að vera þræl mikið að gera hjá mér á öllum vígstöðvum, en núna sit ég heima á sunnudagskvöldi með ekkert í sjónvarpinu, horfandi á tölvuskjáinn og hlustandi á kirkjuklukkurnar slá .... heyrðu já .... af hverju er verið að hringja kirkjuklukkum á sunnudagskvöldi?

Á föstudagskvöld fór ég í matarboð með nokkrum yndislegum single konum.  Þar voru samankomnar auk mín, mamma stjúpunnar minnar, móðursystir stjúpunnar og svo vinnufélagar móðursysturinnar.   Það virðist engum þykja það merkilegt lengur að við skulum vera svona góðar vinkonur í dag, en það var meðal annars skálað fyrir skilnaðinum nokkrum sinnum því hann markaði mót þess að við vorum konur sem neyddumst til að þekkjast yfir í það að vera vinkonur.
Það var boðið upp á kjúklingavefjur með grænmeti og doritos þegar við mættum á svæðið enda nokkrar þeirra rétt að klára vinnudaginn en svo var þessi líka himneska humarsúpa sett á borð og aldeilis að við gátum borðað af henni.   Takk fyrir mig Rannveig - snilldarkokkur Tounge
Þegar fram á miðnættið kom þá var hringt á leigubíl og stefnan tekin á Players þar sem Eiríkur Hauks og Jónsi voru að syngja Queen slagara og það var mikið dansað og mikið fíflast.

Á laugardag vaknaði ég bara hressust og skrapp í vinnuna fram á kvöldmat og fór svo í heimsókn til vinahjóna sem voru búin að hóa saman fjölskyldunni sinni + mér til að horfa á Kalda slóð saman, mikið af góðum veitingum og myndinni varpað upp á stórt tjald.  
Hafði reyndar séð myndina áður, en fannst bara það gaman að henni að ég var alveg til í að sjá hana aftur. 

Svo í dag varð ég aftur dugleg og fór að vinna en þegar það kom í ljós um 5 í dag að skúrurnar höfðu sett þjófavarnarkerfið á þrátt fyrir að ég væri að vinna þá fór allt í pat í kollinum á mér svo ég hringdi í múttu mína og sagði henni að ég væri að koma í snemmbúinn kvöldmat og gamlan mín var búin að setja kartöflurnar í pott og silunginn í ofninn þegar ég kom og fékk þarna þennan líka veislumat.

Nú er bara að bíða eftir að deyfa heilann með sjónvarpsglápi og byrja næstu vinnuviku af krafti.

Læt heyra í mér bráðlega aftur ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gaman að fá þig í sjónmál aftur

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér. Gott að þú ert í finu formi og hefur það gott. Eigðu góða vinnuviku.   

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:32

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér aftur

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:52

4 identicon

Frábært, þú hefur tekið mig á orðinu?? takk fyrir síðast á Players, það var nú bara gaman. Dansaði þvílíkt og söng - ógeðslega gaman ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband