Einhver ykkar lásu hérna í sumar um 18 tíma deitið mitt. Það "samband" entist í nokkrar vikur og rétt eftir lok þess þá viðurkenndi hann fyrir mér að vera farinn að keyra um hverfið mitt mjög reglulega og versla í búðunum í kring í von um að sjá mér bregða fyrir.
Mér fannst þetta hálf óhugnanlegt, en lét sem ég heyrði þetta ekki og þar sem ég hef aldrei séð hann á flakki mínu þá ákvað ég að hann væri hættur þessu og þá búinn að jafna sig á þessu skoti (merkilegt þó að nokkur jafni sig á séns með mér)
Í sumar var ég líka að spjalla aðeins við ungann mann sem ég taldi vera dálítið feiminn, en eftir að hafa hitt hann þá sá ég að það vantaði bara nokkrar blaðsíður í kollinn á honum svo áhuginn varð enginn.
Núna í lok síðustu viku þegar ég taldi mig vera alveg orðið örugga þar sem hann hafði ekkert reynt að hafa samband í á annan mánuð þá kom til mín tölvupóstur og það í vinnuna þar sem hann fór að spyrja mig út í bílinn sem ég keyri.
Verð núna að viðurkenna að ég vona að hann hafi séð mig bara á rauðu ljósi einhversstaðar, allavega er ég ekki alveg að fíla það er hann er að keyra um hverfið mitt líka og hafi þannig séð hvernig bíl ég keyri.
Ætti ég að prufa að labba í fyrirtækin í kring og sjá hvort ég fái ekki afslátt fyrir að draga mennina í hverfið - hlýtur að hafa aukist veltan hjá þeim síðan ég flutti hingað .....
Athugasemdir
Ekki vildi ég hafa svona "stalker" enda lítil hætta á því, konan orðin rúmlega fimmtug og harðgift.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 17:07
úff þetta er ekki skemmtilegt!!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 06:27
Hairy and scary en gæti samt borgað sig að athuga með afsláttinn!!!
Anna Stína (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.