jæja - nú er ég að gefast upp á sjálfri mér.
Það er að koma að árshátíð í vinnunni hjá mér og auðvitað erum við stelpurnar farnar að spá í hverju skuli vera.
Keypti mér síðbuxur og 2 toppa í London fyrir mánuði síðan og taldi mig nokkuð örugga um að þurfa ekki að fjárfesta meira fyrir stóru veisluna, hve einföld ég var....
Ég gat engan vegin ákveðið hvorn toppinn ætti að velja og sá svo að ég átti ekki skó til að vera í við síðbuxurnar svo ég skellti mér í bæinn um helgina og keypti mér voðalega fína flatbotna skó (veitir ekki af miðað við hvað ég ætla að dansa mikið) en svo þegar ég var í þeim hérna heima í gærkvöldi þá fór ég að spá og sá að buxurnar njóta sín ekki við flatbotna skó svo ég æddi af stað aftur núna í dag í bæinn og fór að kaupa mér skó.
Skrapp í búð og fann mér 3ja toppinn (til að flækja málin aðeins meira) en fékk svo að heyra það frá stjúpunni minni að við værum að leita að skóm svo ég fór og fann eina voðalega pena með hæl og þóttist hamingjusöm.
Valið stæði núna bara um 2 pör af skóm og 3 toppa við fínu buxurnar.
Nema hvað, skoðaði aðeins betur í kringum mig og fann svona líka fínan kjól og þrátt fyrir að ganga aldrei í kjól, né ganga í rauðum fötum þá endaði ég með rauðan og hvítan kjól í poka og þarf núna að pússa stígvélin til að geta notað hann og reyndar kaupa mér eitthvað að ofan við hann því hann er full fleginn á alla kanta.
Hvar ætli þetta endi hjá mér - verð að kalla vinkonurnar heim að skoða og spá og spekúlera eftir æfingu annað kvöld til að hjálpa mér að gera upp hug minn.
Svo náttúrulega verð ég að vera dugleg að fara út og nýta öll þessi föt, einhver með ......
Athugasemdir
Sko. Við strákarnir skiljum ekki svona vesen, sumir. Ég set upp í mig tennurnar og greiði mér og er þá fær í flestan sjó. Þannig séð....
Rögnvaldur Hreiðarsson, 19.9.2007 kl. 21:20
heheheheheh ég er með!!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2007 kl. 21:32
Jeminn eini, ég varð alveg rugluð á þessu. Keyptirðu sem sagt skó, topp og kjól í dag?
Jóna (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 22:42
Til hamingju með nýju DJAMM GALLANA Það held ég að stákarnir megi fara að bretta upp ermarnar og taka fram dansskóna fyrir árshátíðina
Elín Björg (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:17
JE minn! Ekki skrýtið að þú sért komin með valkvíða! Geturu ekki bara haft tösku með þér á árshátíðina og skipt um galla við og við ? En svo er líka komin afsökun eða ástæða til að fara oftar á djammið, það verður jú að viðra svona föt!
Anna Stína (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:26
Dásamlega færsla. Kannast við að vera alveg búin að ákveða, í hvað ég ætla í veislu eða eitthvað, svo klæðir maður sig í fötin og þá passa þau ekki við skapið þann daginn, konur eru fyndin fyrirbæri. Góða skemmtun :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 13:43
Datt inn í búð áðan og fann mér geggjað pils líka - hafði vit á að kaupa það ekki heldur bara láta taka frá. Sé hvort ég hugsi nokkuð til þess til morguns
En það er nokkuð ljóst að okt verður að vera stífur djamm mánuður.
Þakka fyrir hugmyndirnar og gæti verið að ég mætti með aukagalla á hátíðina og gæti þá kynnt mig bæði sem Rebbý og Hrefna
Rebbý, 20.9.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.