fyrsti dagur í sambúð á ný ...

... aldeilis langt síðan ég bjó með karlkyns sambýlingi en verður maður ekki að gefa þessu séns á ný?

Tók stórt skref í dag þegar ég ákvað að framvegis yrði heimili mitt ekki eingöngu fyrir mig eða aðrar drottningar/prinsessur heldur hleypa hingað inn í sambúð með mér karlkyns veru.

Fyrsta máltíðin okkar meira að segja yfirstaðin, en það varð að vera tvíréttað þar sem mér þykir fæðan hans ekki girnileg.

Fór í Dýraríkið og keypti mér eitt stykki karlkyns bardagafisk, skál, blóm og sand og sit núna og læt hann trufla mig við skriftirnar því hann tekur sig svo vel út hérna í stofunni.

Finn nafn á hann á næstu dögum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Til hamingju með "gæludýrið".

Gefðu honum nafnið Gámur

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.9.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Rebbý

takk fyrir hugmyndina Gísli .... verðu hún ekki til þess að maður hugsi of mikið til vinnunnar ??

Rebbý, 16.9.2007 kl. 18:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með fiskinn  Getur æft þig að daðra við hann um helgar......

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 19:43

4 Smámynd: Rebbý

já - konur verða að halda sér í daðurformi ....

Rebbý, 16.9.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nafn á karlkyns hjásvæfu  "Koddi"  eða !"Stinni" 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 20:13

6 identicon

Hummmm, hvaða nafn ætli þú veljir

Krissý (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:02

7 identicon

Til hamingju með gæludýrið :)

Vilma (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:35

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ég varð að lesa tvisvar til að átta mig á að þú væri ekki komin í sambúð með karlmanni.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 23:00

9 identicon

Innilega til lukku með nýja félagann. Flott nöfnin sem Ásdís kom með

Elín (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 08:18

10 identicon

Hummmm... Hvernig væri Alfreð ?? Bara smá hugmynd sko

Krissý (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:29

11 Smámynd: Rebbý

Heyrðu - Krissý, hann mun heita Alfreð bara fyrir þig
enda ekki annað hægt þar sem þú byrjaðir að tala við hann sem Alfreð meðan hann var enn bara í plastpokanum og hélst honum félagsskap meðan ég var að borga

Rebbý, 17.9.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband