árshátíð framundan

hlakka ekkert smá til að geta sagt fólki frá æfingum nokkurra starfsmanna fyrir skemmtiatriði á árshátíðinni okkar næstu helgi, en ég eyddi brilliant tíma í gær við undirbúning og æfingar og veit núna að ég get ekki beðið eftir að sjá atriðið þar sem það fær nægilegt pláss til að njóta sín.
Þið vinnufélagar mínir sem lesið þetta ...... þið fáið ekkert að vita fyrr en næstu helgi.

Það er semsagt búið að vera mikið að gera síðustu daga við undirbúning árshátíðar hjá mér en ég ætla sko ekki að kvarta þar sem þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég hef ekkert eytt af tíma miðað við þá sem voru í gerð myndarinnar né hinna í stjórn starfsmannafélagsins.

Strákar, ég veit að þetta verður brilliant kvöld og munið að leggja inn pöntun strax til að fá pláss á danskortinu mínu .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Rebbí, þú verður nú að láta skipuleggjendurna vita af því hvað þið eruð að bauka

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.9.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Rebbý

Formaðurinn veit allt um þetta og er sá eini, þú verður bara að bíða eftirvæntingarfullur eins og hinir

Rebbý, 16.9.2007 kl. 11:47

3 identicon

En við segjum hvor annari allt   klárum setningar fyrir hvor aðra og verslum saman   afhverju má ég þá ekki vita neitt .....híhíhí

Krissý (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Danskort!!!! Dásamleg uppfinning. Þá kemst kona yfir þá alla........

.....for resten

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 13:20

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Er hægt að fá eins og einn "fjardans" eða er uppbókað þar líka?

Þröstur Unnar, 16.9.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Rebbý

Þröstur hon .... tek frá 2 í fjardans fyrir þig ef þú ræður við það
Hrönn, þegar konur vinna með um 200karlmönnum sem vonandi mæta sem flestir þá veitir ekki af skipulaginu

Rebbý, 16.9.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband