jæja gott fólk, nú á ég smá tíma lausan í þreytu heima eftir yndislegan afmælisdag.
Við vorum með kúrekaþema á skrifstofunni í gær og misjafnt hvað fólk tók þetta alvarlega en gaman þó að sjá samstöðu svona margra.
Þessu fylgdi náttúrulega smá fíflagangur líka sem er alltaf velkominn þarna og svo eftir hádegismatinn þá hélt ég afmæliskaffi í fundarherberginu en þar sem herbergið er ekkert rosalega stórt þá varð afmæliskaffið tvískipt konur/karlar
Sá alveg að ég held kvennapartý í framtíðinni því þar urðu agalega skemmtilegar umræður til en þegar kallarnir komu saman og fengu sér kökur þá varð til umræða um hvernig bíl ætti að kaupa fyrir frúnna
Þegar vinnudegi var að ljúka þá kom stjúpan og mamma hennar til mín með afmælisgjöf og fullt af knúsum og kossum (sem ég reyndar hafði fengið helling af í vinnunni og meira að segja hafði verið fjöldasöngur í morgunkaffinu) og svo æddi ég heim til múttu svo hún gæti nú knúsað litlu stelpuna sína og svo var farið heim í sturtu og hárið blásið, djammgallinn tekinn út og var svo sótt af Simmy sem fór með mig heim til sín og eldaði handa mér rosalega flottan pastarétt og svo var spjallað og spjallað og eitthvað smá drukkið og spjallað og spjallað og svo allt í einu var klukkan bara að verða 1 og við áttum eftir að skella á okkur andlitinu og æða í bæinn.
Það verður þó að segjast að sem betur fer var félagsskapurinn svona flottur því ekki var fjöldanum fyrir að fara í bænum og næstum því bara enginn sem við þekktum, en við skemmtum okkur vel
Takk fyrir mig á afmælinu Simmý og þið hin
Athugasemdir
æji dúllan mín. Til hamingju með afmælið.
Hildur birna (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 15:57
Innilega til hamingju með afmælið elskan mín. Voru ekki margir í bænum? hverja var löggan þá að sekta og stinga inn? Þú hefur örugglega bara verið þar sem þæga fólkið var. Helgarknús,
Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:06
Til lukku með afmælið mín kæra ;) er alvega að komast í gang hérna aftur ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:28
Til hamingju með gærdaginn
Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:33
Aftur til hamingju með afmælið í gær
Já, það er þetta með bæinn, ég sá bæði fullt af fólki og ekki... en í góðum félagsskap skiptir fjöldinn ekki öllu máli :)
Vilma (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 23:01
Innilega til hamingju með afmælið þitt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.