... held að einkunnarorð helgarinnar hafi verið "sérðu hvað þessi strákur ætti vel við Rebbý"
Önnur vinkonan úr vinnunni vill endilega að ég gangi út (hefur allavega meiri áhyggjur af mér en sjálfri sér) svo hún byrjaði snemma á laugardagskvöldið að spjalla við nokkra menn sem hún vildi endilega koma mér saman við og var í þeim gírnum fram eftir allri nóttu.
Sá svo í vinnunni í dag (þegar við þurftum að horfa framan í strákana sem höfðu verið truflaðir á laugardagskvöldinu með okkar yndislega húmor) þá hafa einhverjir þeirra tekið það til sín að það þyrfti að finna maka fyrir Rebbý og það strax.
Ég fékk nefnilega símtal sem gjaldkeri frá einum verkstjóranum okkar þar sem hann var í heimsókn hjá fyrirtæki sem við erum í miklum viðskiptum við.
Hann hafði hitt innheimtustjórann þeirra nýja og skiljanlega vildi sá láta skila kveðju til mín enda borgar sig að halda góðu sambandi þar á milli, nema hvað hann segir nýja innheimtustjóranum að ég sé kona einhleyp og spyr bara rúmlega fertuga manninn hvort hann eigi konu.
Því svarar herrann neitandi og fór þá ekki bara gamla elskan mín að reyna að koma á stefnumóti milli okkar.
Verð nú að segja að þetta er hámark hjálpseminnar.
Af hverju ætli svona margir í vinnunni séu að hafa áhyggjur af mér .....
Flokkur: Bloggar | 3.9.2007 | 19:43 (breytt kl. 19:45) | Facebook
Athugasemdir
Er mín þá bara á leiðinni á blind date?? en spennó
Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 19:52
Mundu bara að loka á eftir þér ef þú gengur út..............
....agalega kalt að koma inn aftur ef þú gleymir því!!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 19:54
haha
eftir mínar mislukkuðu tilraunir í stefnumótapakkanum þá held ég að það sé best að láta alla og þá sérstaklega þá sem eru tengdir vinnunni eiga sig til að búa ekki til móral
en engin veit sína ævi fyrr en öll er svo kannski bara koma fleiri deitsögur síðar
Rebbý, 3.9.2007 kl. 19:57
SKÁL
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.9.2007 kl. 22:57
Má mar vera hjálpsamur Ohh hvað verður gaman á næstu djömmmmmmmmumm... Er komin í æfingu núna sko
Simmý (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.