yndislegur sunnudagur ...

jæja á loksins rólega stund í dag til að segja ykkur frá þessum yndislega degi sem ég átti í gær.

Vaknaði reyndar snemma en fór á moggabloggið og las það yfir meðan ég naut morgunmatarins og fannst bara um tíma að ég væri komin í sumarfrí á ný.
Svo gerðist ég ógurlega dugleg að hendast milli íbúðar og geymslu með kassa (hmm já Svava þetta er endalaust verkefni) og hengdi upp myndir sem ég var búin að finna mér í eldhúsið þannig að núna er íbúðin 99.5% tilbúin.   Þarf að finna mér einhvern sem kann að flísaleggja ...

Eftir þetta þá skrapp ég til vinahjóna í heimsókn og fór að leika mér aðeins við hana Kommu litlu sætu dúlluna (íslenskur hvolpur) og eftir það var förinni heitið að versla inn þar sem ég átti von á 2 góðum vinkonum í mat.  

Ég að sjálfsögðu reddaði matnum og eftirréttinum með annarri (hin var uppekin við að þrífa sletturnar eftir mig því ég er svoddan brussa) og svo komu þessar elskur.
Önnur nýskilin en bara sterk og hin komin 9 mánuði á leið og var að vona að þetta klifur upp til mín myndi koma fæðingunni af stað en það reyndar brást.
Það allavega var mikið hlegið, mikið kjaftað, mikið slúðrar og ekki síst mikið rifjað upp. 
Takk elskurnar fyrir fullkominn dag ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðir dagar gefa svo mikið. Vona að vinkonunni gangi vel að fæða, þú getur prófað að bjóða henni í erfiðan göngutúr ef barnið lætur standa á sér.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg færsla.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Varstu með vikonur í matinn? hahaha ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.8.2007 kl. 23:34

4 identicon

Takk kærlega fyrir mig!  Frábær matur og dásamlegur félagsskapur, og NEI Benni litli er ekki kominn, þrátt fyrir stigaklifur, göngutúra og malarvegi.....

Anna Stína (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:02

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á ekkert að fara að blogga? Skil ekki hvað er að fólki.  Hm...

Kveðja,

Ritnefndin

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband