fyrsti dagur til baka eftir frí ...

... var bara rólegur.

Var ekki alveg að nenna að vakna í morgun og var þ.a.l. dugleg að snúsa símann en kom mér þó í sturtuna, fór í ný UK föt og æddi af stað í góða veðrinu til vinnu.

Þegar niður í vinnu kom þá tóku framkvæmdastjórinn og fjármálastjórinn voðalega vel á móti mér, fegnir að sjá mig og eins allar stelpurnar mínar.  
Hafði vantað eitthvað upp á hávaðann og hláturinn núna síðustu vikurnar (skil ekki hvað þau voru að fara)
Nýju UK fötin voru að virka vel eða fríið því öllum fannst ég líta svo vel út í dag og nú er aldeilis pressan á mig að láta það endast út vikuna.
Gerði mitt besta til að halda mér svona afslappaðri í dag og skellti mér bara í skrepp, spjall inn á hinum ýmsu skrifstofum og "fundaði" með nokkrum af verkstjórunum svo ekki náði stressið yfirhöndinni í dag.

Mun gera mitt besta til að vera duglegri á morgun Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er leyndarmál hvað skvísan gerir?? Kúlið endist örugglega bara tveir dagar eftir  farðu bara að lulla núna. Góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ohhh það er svo gott að eiga rólega daga þegar maður er að koma til vinnu eftir langt frí.  Njóttu þess bara, því það varir ekki lengi, launatímabilið styttist í annan endan:)

Ekki spillir fyrir að líta vel út, þá líður manni svo vel sjálfum og það smitast til annarra:)

Hvernig væri nú að þú myndir kíkja í kaffi til mín eitthvert kvöldið?

Kolbrún Jónsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:50

3 identicon

Algjör skylda að gera ekki neitt fyrsta daginn eftir frí. Held að það sé í lögum eða eitthvað svoleiðis... er alveg viss

Vilma (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Rebbý

já - satt er það Kolla mín að launavinnsluæðið er að bresta á og þar sem enginn hefur haft eftirlit með strákunum mínum meðan ég var í burtu þá verða þetta örugglega agaleg mánaðarmót.   Reyni að kíkja á þig áður en þið hverfið af braut aftur.

Vilma, takk fyrir hjálpina í dag, skilaði vélinni hreinni og ótrúlega ánægð með að enginn sjái hvað ég er búin að leika mér á kvöldin

Ásdís og hinir, ég vinn bæði sem gjaldkeri og launafulltrúi hjá 230manna fyrirtæki hér í borginni .... alltaf bilað að gera.   Tek ráð þitt og er farin að sofa svo ég verði glæsilegust á morgun

Rebbý, 22.8.2007 kl. 23:03

5 identicon

Þetta er alveg hárrétt hjá Vilmu.  Fyrsti vinnudagur eftir frí á bara að fara í afslöppun og aðlaga sig aftur að vinnunni... alveg satt

Jóna (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 23:07

6 Smámynd: Svava S. Steinars

Hmm, ég var að ljúka 3 vinnudegi eftir frí í dag og er enn sofaóadi ofan í lyklaborðið og snústakkinn er orðinn máður af ofnotkun.  Hakkaði í mig bláber úti í móa meðan samstarfsmaður skoðaði olíumengaðan jarðveg.. Þarf held ég viku til að komast í vinnugírinn aftur !

Svava S. Steinars, 22.8.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband