uppþvottavél eða pappadiskar ...

Merkilegt að ég skuli alltaf segja að ég hafi ekkert við uppþvottavél að gera því mér finnist svo róandi að vaska upp...
Heilsan er alveg að verða fullkomin aftur eftir skemmtun gærdagsins og búið að gera íbúðina gesthæfa á ný, en verð að muna næst að vera gáfaðri og vaska bara strax upp þó gestirnir séu þá bara einir í smá stund í stofunni því í morgun þegar við vöknuðum (voru utanbæjargestir hjá mér sem fengu að gista) þá tók miður falleg sjón við mér eða fullur vaskur sem ég var ekki alveg að nenna að tækla.
Hefði kannski átt að láta þau vaska upp áður en þau fóru svona sem greiðsla fyrir gistinguna .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Veistu, mér finnst alveg æðislegt að vaska upp:)  Það er þvottahúsið sem er vandamálið á þessu heimili, ég fæ hroll þegar ég opna það.

Kolbrún Jónsdóttir, 18.8.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég hef einmitt verið að velta fyrir mér í langan tíma hvort ég eigi að kaupa mér uppþvottavél. Ég er reyndar að ganga frá bakinu á mér þannig að þetta er eiginlega orðið heilsumál hjá mér þótt mér finnist í sjálfu sér ekki SVO leiðinlegt að vaska upp, bara erfitt. Ég bíð þess að greiða upp þvottavélina sem er á raðgræðslum og splæsi þá væntanlega í næsta þarfaþing

...og jújú, fáðu þér bara uppþvottavél... eða pappadiska.

Laufey Ólafsdóttir, 19.8.2007 kl. 07:49

3 Smámynd: Rebbý

Mæli með því Laufey að þú drífir í uppþvottavél fyrst þetta er orðið heilsufarsleg vandamál, enda ertu ekki ein í heimili eins og ég ....

Rebbý, 19.8.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband