já 112, ég held ég sé að tilkynna bruna ...

eftir að hafa lesið bloggið hjá Gurrí um sjónaukann hennar þá rifjaðist upp fyrir mér yndislegt klaufamóment sem ég átti nýverið.

Sat á fallegu kvöldi inn í stofu að horfa yfir Elliðaárdalinn upp í Breiðholt þegar ég tók eftir því að það virtist koma reykur frá einu húsanna í fjarska.
Til að byrja með var ég voðalega róleg og hugsaði til þess að vinkona mín hafði eitt sinn haldið að það væri að kvikna í Seltjarnanesinu eins og það lagði sig þegar þoka lá yfir plássinu, ég ætlaði nú aldeilis ekki að láta fréttast að ég væri með einhverja steypu í gangi ef húsráðendur væru nú kannski bara að grilla þarna útfrá.

Þegar reykurinn var búinn að vera þéttur frá húsinu í góðar 5 mínútur og farinn að dökkna þá ákvað ég að hringja í 112 og tilkynna eitthvað sem gæti jafnvel verið bruni.
Sá sem var hinumegin á símalínunni hefur örugglega lent í mörgu skondnu enda var hann hinn yfirvegaðasti þegar ég sagði ....."já, 112, ég held ég sé að tilkynna bruna, það gæti verið kviknað í einbýlishúsi í hólunum í Breiðholtinu"  auðvitað gat ég ekki staðsett húsið neitt nánar Woundering

Á þessari stundu hefði verið gott að vera með sjónaukann að láni og bara kíkja yfir og sjá hvað væri að.   Allavega better safe than sorry Kissing

Fer síðar í bíltúr um Breiðholtið til að geta staðsett húsin á móti mér....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, he, minnir mig á þegar ég var að fara að fæða í fyrsta sinn og bað húsbandið að hringja og kanna hvað skildi nú gera, hann hringdi inn á deild og sagði "ég held að konan mín sé að fara að fæða" það var smá hlegið á hinum endanum og svo sagði konan, komdu ef það versnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fór alveg í kerfi og hugsaði já og svo... var kviknað í? Ég er fíbbl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Rebbý

allavega engin komu bláu ljósin og reykurinn hætti nokkru síðar, hann á 112 sagði að þetta gæti verið jafnvel bara sprungið hitavatnsrör en sendi samt bíl að tékka á BREIÐHOLTINU eins og það lagði sig

Rebbý, 18.8.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Rebbý

og Ásdís, hann hefur þó ekki verið í vandræðum með að hringja, ég hef heyrt að fólk öskri upp yfir sig með látum "hvað er síminn á 112" þegar það stressast

Rebbý, 18.8.2007 kl. 16:37

5 identicon

ha ha ha .... þetta var nú svakalega mikil þoka! 

VINKONAN (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband