Jæja elsku vinir,
Ekki lítið þreytt núna þegar ég vakna í þessu leiðinda veðri, skil ekkert hvað þetta er að gera í fríinu mínu.
Ætla svosem ekki að gera neitt mikið í dag en þarf þó að pakka niður fyrir ferðina hjá okkur stjúpunum til Bretlands. Merkilegt hvað ég pakka alltaf niður á síðustu stundu því ég sé fyrir mér að ég fari í það um kvöldmatarleitið og þá er næstum því kominn tími til að leggja sig fyrir ferðalagið.
Parið kom í gær að sækja húslyklana og mikið ef þau ætla ekki bara að vaka fram undir morgun svo þau geti flutt inn um leið og ég skelli í lás ..... hahahaha ..... erfitt að vera ungur og ástfangin heima hjá foreldrunum
Man að pabbi heitinn þurfti reglulega, þegar það voru gestir, að segja að ég og kærasti þess tíma þyrftum að fjárfesta í nýju rúmi svo hann gæti ekki merkt við dagatalið hversu gaman hefði verið þá nóttina
En ... ferðasögur munu koma svona af og til að utan, vona að helgin allavega gangi vel hér á klakanum .....
Athugasemdir
Góða ferð og skemmtilegar stundir á Bretlandinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 09:36
Já góða skemmtun og mundu eftir gúmmístuttbuxunum.
Þröstur Unnar, 3.8.2007 kl. 09:39
Góða ferð og skilaðu kveðju til UK bzzzzzzz
Jóna (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 20:30
Góða ferð! Komdu heil heim
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:34
hvað er þetta með Þröst og gúmmístuttbuxur þessa dagana?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 03:35
Þröstur er í Þjóðhátíðarfíling greynilega. Góða ferð til Bretalands.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.