.. Jón spæjó ...

hafið þið lent í því að sjá sömu manneskjuna út í búð dag eftir dag sem er bara að virka eitthvað voðalega rétt á ykkur?
Virðist vera með radíus á myndarlega menn þessa dagana og þar sem konan er einhleyp þá náttúrulega er það bara besta mál.

Búin að sjá svo agalega myndó mann að versla í Nóa á sama tíma og ég síðustu vikurnar.   Tók eftir honum fyrir nokkru og er bara farin að vera agalega dugleg að versla þarna og þar sem Nóatún er ekki ódýrasta búðin í bænum þá er eins gott fyrir mig að fara að sækja um styrki til matarinnkaupa eða fara að gerast smá spæjó og sjá hvort guttinn sé einhleypur.

Tók fyrsta skrefið í dag þegar ég náði að skoða hvort það væri hringur (já ég er enn svo saklaus í hugsun að halda að það tákni eitthvað) en klikkaði á aðal spæjó atriðinu sem verður næsta verkefni og það er að ná að kíkja í körfuna og sjá hvað hann er að versla og ef þetta lítur út fyrir að vera matur fyrir einn þá þarf ég að drífa mig á námskeið sem gæti heitið "daðrað við kæliborðið" og láta svo vaða.

Veit einhver um spæjónámskeið sem eru í gangi eða "daðrað við kæliborið/grænmetisborðið" námskeið ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fer beint í að gúggla þessi námskeið og ég læt þig vita um leið og ég veit eitthvað...

Jóna (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert vandamál að hustla gæjann. Koma með skemmtileg komment og hlægja pent, reyna svo að lenda í röðinni fyrir aftan hann. Segja svo við hann þegar þú ert búin að skoða matinn hans, "við ættum kannski að elda einhverntíman saman" þetta passar alveg. Mín tillaga, þú græjar þetta.Reyndu lika að sjá nafnið á kortinu sem hann borgar með, hægt að fletta honum upp í þjóðskrá.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 12:28

3 Smámynd: Þröstur Unnar

og ekki væri verra ef þú næðir kennitölunni. Þá gætir þú ath. hvort hann væri gjaldþrota, á sakaskrá, geðsjúklingur, ætti 5 lausaleiksbörn, eða í Krossinum.

Þröstur Unnar, 2.8.2007 kl. 15:51

4 Smámynd: Rebbý

takk fyrir aðstoðina Jóna, vona að ég heyri spennó fréttir af námskeiðum í kvöld
Ásdís og Þröstur - þið greinilega vön, reyni að taka ykkar ráði svo nú er bara að leggjast í ferð út í búð einn daginn enn ........ æj, busy í kvöld og á morgun.     Fer í þetta af eldmóð þegar ég kem úr fríinu

Rebbý, 2.8.2007 kl. 18:02

5 identicon

Pant koma með á námskeið!

Vilma (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er "lygari" af guðs náð og ætti að geta selt ykkur þannig námskeið.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.8.2007 kl. 23:34

7 Smámynd: Rebbý

Vilma, þú ert sko velkomin með - ert verri en ég ef eitthvað er
Gísli - treysti á þig að búa til námskeið ef Jóna finnur ekkert handa mér

Rebbý, 2.8.2007 kl. 23:53

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur ertu með linkinn á þessa síðu sem þú ert að vafra um á?

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband