gátum engan vegin verið viss hvað þessi litli granni yndislegi þjónn var að meina þegar hann tuðaði þetta í gríð og erg meðan hann sannfærði vinkonu mína um að henni væri óhætt að skreppa út að reykja milli rétta.
Fórum þrjú saman út að borða í gær og eftir að það kom í ljós að Kínahofið var lokað þá var ákveðið að tékka á því hvernig nýi kínverski veitingastaðurinn í gamla Naustinu væri.
Rosalega flott staður sem sýnir vissan klassa og á móti okkur tók fullt af glaðlegum andlitum sem ýmist vísuðu okkur til borðs, heltu í vatnsglösin eða réttu okkur matseðlana.
Við áttum yndislega kvöldstund saman þó svo við séum mis dönnuð (taki til sín sem eiga án þess að móðgast þó) og borðuðum þarna rosalega góðan mat.
Svona fyrir ykkur sem hafið áhuga á mat þá fengum við okkur í forrétti vorrúllu, spjót með kjúkling í Satay, djúpsteikta kóngarækju, dimsum bollu og agalega sterkt grænmeti. Hver réttur öðrum betri. Og ekki var það verra í aðalréttunum, þá voru Peking önd, steiktar núðlur með kjúkling og fantasíu kjúklingur (get með engu mót lýst þeim rétti, en svakalega var hann góður)
Mæli með því að þið kíkið þarna yfir, flott þjónusta og svo vinsamlegt starfsfólk að þegar það fattaðist að reykingamanneskjan í hópnum hafði gleymt tóbakinu þá náði einn þjónninn okkar bara í tóbak og bauð henni
Athugasemdir
best að kíkja þarna við tækifærið ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:48
Hómers slef slef verð að kíkja þarna. Velkomin í hópinn hlakka til að fylgjast með þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 22:28
Jebb. ég mun tékka á þessum stað næst þegar ég fer út að borða. Það fylgdi ekki sögunni hjá þér hvernig verðið er? Upplýsingar óskast.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 00:48
Forréttir voru um 1.000-1.500
Aðalréttir 2.000 - 8.500 aðallega þó 2.500-3.500
Bara fyrir þig Jóna
Rebbý, 3.8.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.