jæja - loksins er konan að ná heilsunni aftur eftir "hátíð ljónanna" sem haldin var í gærkvöldi hjá vinkonu minni.
Vilma vinkona er ljón og átti afmæli í vikunni og Gunnsi félagi varð fertugur í vikunni og að auki á Vilma 2 vinkonur sem eru ljón líka svo það er eiginlega viðeigandi að kalla það hátíð ljónanna þegar við hittumst og fengum okkur aðeins í aðra tánna í gærkvöldi.
Þarna var samankominn hópur af fólki sem ég þekkti mis vel - alveg frá Gunnsa besta vini yfir í kattarstelpur sem ég hafði aldrei hitt. Þarna voru ... forritarar, kattafólk, parið, ljóskan og sá sem kenndi mér að taka því ekki of vel að heyra talað um mig sem frábærann persónuleika hjá hinu kyninu
Allavega þá var mis góð tónlist sett á fóninn og ljóskan brilleraði í klaufaskap og hreinskilni og sýndi að það er rétt "blonds do have more fun" en við hin skemmtum okkur reyndar mjög vel kannski smá á hennar kostnað, en hún er bara svona létt og skemmtileg að hún hló manna mest af vitleysunni í sér.
Parið var búið að sýnast með eindæmum rólegt fólk alveg þangað til hún ákvað að stytta sér leið úr sófanum með því að klofa yfir hann, en þá hvolfdi hún honum og endaði kylliflöt í gólfinu. Ekki fékkst útgefið hvernig henni datt þetta í hug þar sem enginn annar var í sófanum, en merkilegt hvað við vorum öll "hugulsöm" þar sem allir nema einn hlógu bara að þessum hrakförum og höfðum ekki einu sinni vit á að tékka hvort daman væri óbrotin. Hún var í fínu lagi, nema hvað henni varð brugðið og svo redduðum við bara sófanum og héldum áfram að skemmta okkur.
Það var náttúrulega misjafnt hvað fólki hafði mikið úthald í partýinu, en eitt var þó slæmt því ljóskan og Vilma klikkuðu á að kenna okkur ljónadansinn (verðum að eiga hann inni síðar)
Þegar leið á kvöldið ákvað ég að tæla Gunnsa með mér í bæinn í nýju fötunum sem ég hafði gefið honum í afmælisgjöf og með fína bindið sem ég lét búa til þar sem mátti sjá hann á árum áður með 80' hárgreiðsluna og já ... skulum bara segja voðalega sætan ungann strák.
Þegar niður í bæ kom þá kíktum við aðeins á dansgólfið og fórum svo í sameiningu að reyna við pólskan strák (hvað er þetta orðið með mig og pólska menn) sem ekki kunni stakt orð í ensku og hafði takmarkaða íslensku kunnáttu svo við enduðum bara með að skála helling við hann því það er eitt af því fáa sem ég kann upp á útlenskuna.
Allavega mun ég ekki hafa Gunnsa með mér í framtíðinni við að heilla strákana því hann hefur örugglega bara orðið smeykur yfir áhuga karlmannsins á honum .... allavega lét hann sig hverfa.
Þegar ég var búin að týna Gunnsa líka þá bara rölti ég mér í leigubíl og fór heim og rosalega var koddinn minn notalegur.
Núna er komin smá djammpása, enda bara tölvan og sófinn málið í kvöld og í næstu viku er það sumarfríið og Bretland sem kalla og þá verður ekkert djamm þar sem stjúpan mín fer með mér.
En takk krakkar fyrir skemmtunina í gær ...
Athugasemdir
Alltaf líf og fjö í kringum ljón. Á eina fædda 17.ág.
Takk fyrir pistil Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 22:59
Ha bíddu við, fór Gunnsi að reyna við pólska dúddann??? Hverju missti ég af???
Jóna (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 23:26
Já, hátíð ljónanna er svo sannarlega búin að festa sig í sessi, reikna með að sjá ykkur á sama tíma að ári... OMG, hvað við hlóum mikið... get eiginlega ekki beðið eftir næsta ljónapartýi... Ljón rokka!
Vilma (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 23:48
Já Jóna, Gunnsi fór að reyna við pólska manninn, en eingöngu fyrir mig. Er svo óframfærin að hann ákvað að taka þetta verk að sér fyrir mig og gekk svona líka ekkert. Búin að sjá að annaðhvort sleppi ég því að reyna við strákana eða geri það sjálf
Rebbý, 29.7.2007 kl. 01:54
æj elsku Stefán, skal muna þig að ári
kv. ókrúttlega fyrir slysni
Rebbý, 29.7.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.