... þegar ég skrapp í bíó með 18 tímaranum.
Vorum aðeins að ræða hvort bíóhúsin væru gáfulegur staður fyrir stefnumót. Misjafnar skoðanir fólks væntanlega á því, en verð þó að segja að þau eru ekki kjörin ef fólk vill kynnast eitthvað, en yndisleg til að segja sögur af stefnumótum síðar.
Það rifjuðust upp 2 yndisleg fyrstu stefnumót löngu liðinna ára.
Fór eitt sinn í bíó að sjá gamanmynd sem mikið hafði verið beðið eftir á frumsýningardegi. Vinur minn kom og sótti mig og við þóttumst bara flott á því, komin að kaupa miðann rúmum hálftíma fyrir sýninguna og tókum okkur svo bara rölt niður hálfan Laugaveginn þar sem þetta var í Stjörnubíó.
Þegar til baka kemur er komin þessi líka brjálaða röð og við lendum þar náttúrulega aftast.
Þegar við náðum loksins inn í bíó þá voru flestir búnir að koma sér vel fyrir og við þurftum aðstoð við að finna laus sæti. Eftir mikla leit fann sætastýran (já þær voru þá við líði) sitthvort sætið fyrir okkur með 13 bekkja millibili.
Eins og gefur að skilja þá var þetta hálf mislukkað eitthvað en myndin var góð og við gátum staðið saman í hléinu .......
Hin sagan var nú öllu ótrúlegri samt í minningunni.
Hringdi seint á föstudagskvöldi í vinnufélaga sem hafði verið eitthvað að blikka mig og var bara cool á því að tékka hvað ætti að gera þá um kvöldið. Hann sagðist vera á leiðinni í bíó svo ég ætlaði að bakka út en hann taldi það víst að bíófélaginn væri alveg sáttur við að fá mig bara með, gætum svo kíkt í bæinn og fengið okkur einn öl.
Þar sem klukkan var að verða 11 þá sagðist hann bara myndi kaupa miðann minn líka og popp og kók og bíða mín frammi í afgreiðslunni. Þegar ég kem niður í bæ þá stendur þessi elska frammi og bíður mín og segir að hann sé með frátekin sæti fyrir okkur við hliðina á bíófélaganum og við æðum inn í dimman salinn, setjumst og njótum myndarinnar.
Þegar líður að hléinu þá fer ég að spá hver af vinum hans (sem ég hafði hitt marga hverja á djamminu með honum í gegnum mánuðina og var farin að kannast vel við) væri þarna með okkur og þegar ljósin kvikna þá segir hann ..... mamma má ég kynna þig fyrir Rebbý vinkonu minni ......
Athugasemdir
Ha ha ha ha, bíóferðin með mömmunni hefur verið áhugaverð !!! Og fjarlægðin gerir fjöllin blá, svo var ekki bara ágætt að sitja með 13 bekki á milli sín?
Anna Stína (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 09:15
Ha ha ha... Mamma má ég kynna.... ha ha ha...
Vilma (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 09:54
Hmmm, fyrsta deitið okkar var í bíó, reyndar bíltúr fyrir og eftir bíó en here we are, rúmum 3 árum síðar en við fórum á American Splendor sem er frábær mynd og ég hló mig máttlausa en minn elskede var svolítið nervös yfir nærveru þessarar gyðju sem sat við hliðina á honum að hann hafði takmarkaða lyst á poppinu sínu en ég mæli með myndinni
Jóna (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 20:25
hver væri ekki nervus nálægt þér við fyrstu kynni elsku Jóna mín
Rosalega hafa þessi ár samt verið fljót að líða því það er svo stutt síðan þú kynntir mig og þinn elskulega sambýlismann
Rebbý, 29.7.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.