.. í gær á Players. Ef ég ekki væri á leiðinni til útlanda þá myndi ég mæta á Þjóðhátíð þetta árið.
Fyrsta sinn sem ég syng með Árna enda ekki farið út í Eyjar á þessari stóru helgi en svo dansaði ég líka eins og vitlaus væri með Logum og rosalega er gaman þegar maður þekkir öll lögin sem spiluð eru
Verð líka að hrósa þessum tveimur flottu strákum sem þarna voru á ballinu. Annar giftur og lét sko vita af því áður en við fórum að dansa að hann myndi aldrei halda framhjá konunni og svo dönsuðum við eins og vitlaus værum aftur og aftur og ekkert smá gaman að dansa við hann. Og svo var það hinn sem dansar ekki, hann ræddi svolítið við mig um ferðalög út í heimi og var bara svo sætur strákur. Ég fékk einn koss frá honum svona í lok spjallsins, kannski ekki síst þar sem ég var svo stolt af honum að vera að vinna úr sínum skilnaði sem hafði verið dramatískur og aðeins 4 mánuðir síðan hann átti sér stað.
Kannski voru þeir bara að fara pent í að segja að ég væri ekki dama að þeirra skapi, en ég ætla sko að trúa því að ég sé æðisleg og þeir séu bara til 2 þarna úti sem hafa kollinn í lagi
Flokkur: Bloggar | 22.7.2007 | 12:30 (breytt kl. 20:14) | Facebook
Athugasemdir
Við eigum alltaf að trúa því að í eðli sínu sé manneskjan góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.