draumaprinsinn ??? ...

.. jæja aðeins yfir í kallamálin.

Það kom svo myndarlegur maður til mín í vinnuna í dag og verð að segja að ég skil ekki af hverju ég tók ekki eftir honum fyrr því hann hefur áður komið inn á skrifstofu að spjalla við mig.

Núna aftur á móti tók ég vel eftir honum, í fyrstu ferðinni inn til mín tók ég eftir því að hann var með mjög falleg augu og rosalega loðna bringu.  Í næstu ferð hjá honum sá ég að hann lítur mjöööög vel út að aftan (já stelpur er að tala um rassinn)  Í þriðju ferðinni sá ég að það er enginn hringur né hringafar (ekki að það skipti orðið neinu máli í þjóðfélaginu núorðið).  
Allavega er þetta akkúrat svona strákur sem ég gæti fallið fyrir útlitslega séð og þegar hann sagðist hafa tekið málin í sínar hendur og var að fá mína aðstoð til að klára þau þá kolféll ég.  
Fátt sem mér finnst eins óspennó og gufur sem bara bíða eftir að einhverjir aðrir leysi málin þeirra.
Að auki er hann smiður (náði þó að komast að því sko) og fáir eins flott vaxnir og þeirWink

Nú er bara eitt vandamál - get ekki fyrir mitt litla líf daðrað við menn sem mér þykja spennó svo ég gat ekki nýtt mér neina af þessum ferðum hans inn á skrifstofuna svo núna er bara um tvo möguleika að ræða.   
1. Gera fullt af mistökum í starfi á næstu mánuðum til að hann komi og ræði við mig samt með vitneskju vinnuveitandans svo ég verði ekki rekin fyrir vitleysurnar í vinnunni,
2. Tala einslega við einn af mestu hrekkjusvínum fyrirtækisins og biðja hann að tékka aðeins á gaurnum fyrir mig
.... veit hreint ekki hvor kosturinn er skárri Tounge ...

Að lokum er smá fréttir af 18tíma deitinu, við heyrumst á hverjum degi en það gengur hægt hjá okkur að hittast vegna flækjunnar sem er í hans lífi núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó enginn sé hringurinn né hringfarið er það heldur ekki merki um að maðurinn sé á lausu... því miður :(  

 Annars fær hugmynd #1 mitt atkvæði ef það hjálpar eitthvað til :)

Vilma (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Rebbý

veit það - og þeir eru ekki lofaðir heldur nema vera giftir því hitt er "bara" sambúð þó hún hafi staðið jafnvel í áratugi

Rebbý, 13.7.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband