litla spennta daman

Jæja þá er matarboðinu með fyrrverandi lokið Halo

Eins og ég sagði hér síðast þá hafa "litla" stjúpan mín og pabbi hennar ekki hist á 6. mánuð svo ég tók mig til og bauð þeim í mat.
Eftir vinnu í dag sótti ég pæjuna og við versluðum í matinn og svo settumst við aðeins inn í stofu að ræða málin.   Ég svona ætlaði að passa að hún yrði ekki of spennt því ég svosem vissi ekkert hvað pabbi hennar myndi segja við hana hérna þó ég væri að sjálfsögðu að vona að hann tæki sig á og myndi sannfæra hana um að hann kæmi aftur inn í líf hennar, svo ekki sé talað um að hann stæði við það allt.
Eftir smá tjatt inni í stofu þá gat ég ekki annað en hlegið.   Daman leit á úrið sitt á hálfrar mínútu fresti og þó var alveg klukkutími í að pabbinn ætlaði að koma.   Hún spáði hvort þetta yrði matur sem pabba þætti góður, hvort hún væri nægilega fín, hvort þessir eyrnalokkar pössuðu við fötin og var svo yfir sig stressuð yfir málunum að ég eiginlega sá bara fyrir mér mig og vinkonur á leið á hot deit.
Ég ákvað að fá hana með mér í að byrja að elda, svo fór hún að leggja á borð og vandaði sig mikið við það.  Hringdi svo í pabba hvort hann væri ekki lagður af stað í bæinn og að lokum til að losa hana við stressið þá sendi ég hana út í blómabúð að kaupa rósir í vasa til að kóróna matarborðið.

Allavega pabbinn kom of snemma í matarboðið og þvílíkir fagnaðarfundir hjá þeim.   Þrátt fyrir alla hans galla þá er hann voðalegur barnakall og það gleymdist fljótt að ég var á svæðinu og þau ræddu um allt sem hefur á daga þeirra dregið.   Svo borðuðum við og rifjuðum upp fullt af skemmtilegum hlutum frá fyrri árum, röltum okkur svo út í sjoppu eftir eftirrétti og horfðum svo á spólu.    Núna voru þau að labba út frá mér á leiðinni upp í sumarbústað eftir viku saman og skyndilega var ómögulegt að gista hjá mér, það var meira spennó að pabbi keyrði hana heim.

Nú er bara að hann standi sig, allavega ekki oft sem ég ætla að taka svona verk að mér, en ekki málið að hitta þau saman ef hún fer svona hamingjusöm frá mér Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband