njótum samverunnar ....

Þegar ég skildi við manninn minn þá tók sennilega mest á að passa upp á sálartetrið hjá dóttur hans úr fyrra sambandi.   Hún hafði verið hjá okkur aðra hverja helgi frá því hún var rétt um ársgömul , eða stundum bara mér þar sem pabbi hennar var sjómaður um tíma og að sjálfsögðu aldrei í landi um helgar.   Einnig hafði hún verið hjá okkur af og til í lengri tíma svo ég tel mig eiga ansi mikið í henni eftir að hafa borið stjúpmömmutitilinn í 8 ár.

Ég hef aldrei skilið hvernig menn geta yfirgefið börnin sín við skilnað og hvað þá eins og í þessu tilfelli þar sem hann hefur lítið haft samband við hana og var þó ekki að skilja við barnsmóðurina í þessu tilfelli.  Kannski var það meira ég sem passaði upp á að taka hana reglulega svo hún fengi að hitta pabba sinn, en mér er sama eftir allan þennan tíma finnst mér að honum eigi að þykja jafn ómótstæðilegt að hitta hana eins og mér.

Nú er svo komið að þau hafa ekki hist í tæpt hálft ár og varla heyrst í síma einu sinni á þeim tíma svo ég tók því af skarið í dag og bauð þeim heim til mín í mat á miðvikudaginn því ég veit að hún saknar hans skelfilega og veit að hann vill hitta hana, en það er eitthvað sem er að stoppa hann af. 
Ég ætla að reyna að hrista aðeins upp í þeim og sýna þeim fram á að það þarf ekki alltaf að vera heil helgi eða bilað prógramm ef þau hittast, heldur getur hann af og til boðið henni bara í mat og skutlað henni svo heim aftur, því hann á kannski erfitt með að bjóða henni yfir um helgar þar sem hann býr.

Foreldrar, reynið að standa ykkur vel í uppeldinu, mikið af börnum hérna úti sem eiga bágt og svo mikið af fólki eins og mér sem fær ekki að eignast sjálf börn til að njóta tímans með.
Þau vaxa allt of fljótt upp og svo stuttur tími sem við fáum til að skipta okkur af þeim, njótum hans saman Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur pistill og orð í tíma töluð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þú ert svo yndisleg... njótið þið miðvikudagsins saman:)

Kolbrún Jónsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband