... að drífa mig í að redda deiti eða tveim til að hafa eitthvað að skrifa fyrir ykkur yndislegu vini mína sem hingað kíkja reglulega.
Þið sem mig þekkið vitið þó að ég er ekki þolinmóðasta konan í bænum svo kannski ekki skrítið eftir árangur síðustu mánaða að ég nenni að standa í þessu meir, en fæ þó reglulega að heyra að ég þurfi að fórna mér fyrir bloggið.
Hvað segið þið um að ég fari bara að sauma út og lýsa þeim kvöldstundum í þaula?
"Tók svo græna litinn og saumaði kross saum þar sem augu prinsins eiga að vera, og viti menn ... gullfallegur maður í höndum mér"
Athugasemdir
heyrðu góða mín, ekkert svona!!! Hef reyndar aldrei séð þig við hannyrðir þannig að það yrði nú eitthvað nýtt fyrir mig
það gæti komið eitthvað spennó út úr því
Jóna (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 19:43
Elskan mín, ég á nóg af efni og garni handa þér ef þú vilt. Svo á ég í einhverju saumablaðinu mynd af myndir af flottum, frægum gaurum (sem ég get ómögulega munað hvað heita i augnablikinu) ef þig vantar einhvern til að vera draumaprinsinn
. Hlakka bara til
.
Dóra (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:36
Njaaa.. mér finnst deitsögurnar muuuuun meira spennó! Svo hlýtur margt skemmtilegt að gerast á löngum sumarnóttum ;)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.