hvað kallast 50 sms á 12 tímum ...

... að hafa kynnst biluðum manni.

Hitti voðalega næs strák sem leit bara nokkuð vel út á pappír þó gruggó væri að hann hefði aldrei átt sambýliskonu, en hey ... sumir blómstra seint Shocking

Búin að heyra í honum af og til (þ.e. 2-3svar á dag í síma) í viku og hafði bara gaman að honum en svo í útilegunni frægu þá kom upp afbrigðissemi í gaurnum þegar hann heyrði mig kyssa vinnufélaga á kinnina og bjóða hann velkominn. 
Ég ákvað að þetta hefði bara verið grín í gaurnum og var ekkert að láta þetta slá mig út af laginu.  En heyrði svo aðeins í honum um kvöldmatarleitið á laugardag og þá var hann bara að tékka hvort ég ætlaði ekki enn að hitta hann á sunnudag.  Ég hélt það nú en svo byrjaði fjörið.  

Hann fékk sér aðeins í aðra tánna og þá missti hann tökin á sölumennskunni og sýndi skelfilega hlið á sjálfum sér. 
Ég fékk 50 sms frá honum frá því um kvöldmat til kl 6 morguninn eftir.   Byrjaði voðalega sætt bara með að hann saknaði þess að heyra í mér og svo kom allt í einu skilaboð sem bara sögðu "borða ekki vínber"  ég ákvað að þetta væri enn einn brandarinn hans og bað hann að fá sér kiwi í staðin. Spurði hvort ég hefði skrifað undir áskorunina um að halda Alfreð inni sem þjálfara og spurði hvað hefði verið í matinn (sem sagt umræðan fór vítt og breytt)
Um miðnætti hringir hann og vill bara rétt fá að segja góða nótt við mig og þar sem fjöldasöngur var í gangi þá var ég ekki alveg að nenna að standa í þessu og bað um að fá að heyra í honum bara síðar.  BIG MISTAKE
Núna fóru að koma ótrúleg skilaboð, "ertu búin að fá nóg af mér" - "hvað gerði ég af mér" og endaði í "ég er þunglyndur sorry en finndu þér annan"
Þegar þarna var komið þá sendi ég honum skilaboð um að leita sér fagaðstoðar hann greinilega ætti eitthvað bágt og var voðalega hreinskilin og sagðist ekki nenna í þennan pakka.

Ætla ekki að hafa eftir næstu 15 skilaboð sem komu til að láta geðveikina ekki verða "inn" (þar sem svo margir lesa bloggið  hehe) en það var ekki fyrr en kl 6 um morguninn sem ég taldi mig hafa náð að koma því inn í kollin á honum að ég væri búin að fá nóg og vildi fá bara frið frá guttanum.

Í gær toppaði hann þetta þó þegar hann byrjaði aftur að senda mér skilaboð en núna var það beiðni um annað tækifæri en vitið þið bara hvað ..... búin að þekkja hann of stutt til að nenna í svona rússíbanareið með honum og þið verðið þá bara að fordæma mig fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Farðu bara varlega

Þröstur Unnar, 25.6.2007 kl. 19:30

2 identicon

Dísus, hvað er að ???? Scary gaur.....

Anna Stína (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Obbobobb.. ekki mjög heillandi, ha? :S

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 25.6.2007 kl. 22:46

4 identicon

Rebbý! Trúðu mér... ef það er vottur af geðveiki.... hlauptu þá og hlauptu hratt...

Vilma (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:48

5 identicon

GVÖÖÖР hvað ég er fegin að vera ekki þarna úti að kanna markaðinn !!!!  Gott samt að hann lét geðveikina í ljós svona fljótt, annars hefðir þú kannski verið í djúpum ef þetta hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir nokkur ár !!!  RUN REBBÝ RUN.

Maja Ex-PWC (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband