útilega eða ekki útilega ...

... hvað kallast það þegar maður tjaldar og kemur sér fyrir en sefur svo bara í húsi???

Föstudagurinn byrjaði vel, ferðafélaginn svaf yfir sig og vaknaði bara um það leiti sem átti að leggja í hann hjá mér.  Ég hinkraði voðalega almennileg, hlóð bílinn og tók bensín og svona gerði okkur eins ready og ég gat ein.  Um hádegi loksins kom hún og við æddum af stað í Bónus að versla einhverja óhollustu til að nærast á í ferðinni og svo í Vínbúðina til að hafa eitthvað af drykkjarföngum einnig með í för enda var vitað mál að það yrði eitthvað um söng og hvað er betra en fá sér í aðra tánna áður en maður sleppir sér í stuðinu?
Jæja kl að verða 1 þá leggjum við í hann og náum alla leið niður að Rauðavatni þegar kemur í ljós að það gleymdist að taka græjur með svo það var snúið við og náð í útvarp svo fjör yrði hjá okkur þangað til vinnuþjarkarnir kæmu.
Jæja lagt af stað í tilraun 2 og æðum inn á Selfoss að fá okkur síðbúinn hádegisverð og kíkjum á Hróa Hött að fá okkur pizzu og eftir það var ætt af stað með útprentuðu vegakorti frá Kjarnholt.is þangað sem förinni var heitið.   Ætt af stað í átt að Laugavatni og þar í gegn og svo áfram veginn að bíða eftir skilti sem á stæði Kjarnholt, en vorum svo allt í einu komnar á Geysi svo vitað var að við höfðum farið of langt.  Þar sem við vorum 2 kvenmenn á ferð þá var bara stoppað og leitað aðstoðar en fólkið sem við fundum vissi ekkert hvar þetta var svo farsíminn var tekinn upp og hringt í vinnufélaga sem hafði verið þar árinu á undan og lét sko bóndann sinn svo aðstoða okkur því hún rataði ekki sjálf, og þökkum við honum vel fyrir góð ráð því nokkrum mínútum síðar þá komum við á staðin.
Við keyrðum út á tjaldsvæðið, affermdum bílinn og tjölduðum og leið ekkert smá vel, opnuðum bjór og lögðumst í sólbað. uppsett
Fram eftir kvöldi var svo fólk að mæta og við nutum þess að flytja bara stólana okkar á milli og horfa á mannskapinn koma þreyttan á svæðið og þurfa að koma sér fyrir.  Tek þó fram að við vorum með eina tjaldið á svæðinu svo okkur fannst við þær einu sem væru að standa sig og mæta í alvöru gamaldags útilegu Grin
Kvöldið fór svo bara í að sitja úti í stórum hóp að fá sér kalda drykki, fjölga fötum og eiga yndislegt spjall við vinnufélagana og makana þeirra og í sumum tilfellum yndisleg börn þeirra (ekki að börnin hafi ekki öll verið frábær, heldur ekki mörg sem lögðu í að spjalla við okkur í stórum hópnum)
Þegar klukkan er að verða 2 þá er komin þreyta og mikill kuldi í mannskapinn svo við ferðafélaginn ákváðum að stelast með svefnpokana okkar inn í hús þar sem vitað var að ekki voru öll herbergin notuð fyrsta kvöldið.  Reyndum að gera þetta voðalega pent þar sem við jú vorum búnar að dásama svo tjaldið okkar.

Laugardagsmorgun vöknum við, skellum okkur í sturtu og tökum saman dótið okkar til að flytja aftur í tjaldið.  Vorum stoppaðar af á leiðinni út og spurt hvað við séum að gera og við byrjum að reyna að sannfæra mannskapinn að við höfum bara verið í sturtu þarna upp í húsi og skiljum ekkert í vantrúnni sem skín úr andlitum viðmælanda.  Reyndum hvað best við gátum að sannfæra þau að við tækjum svefnpokana með okkur og það væri bara af því við ætluðum að leggjast út í sólbað á pokana þegar út kæmi því það væri svo mikill hiti og sólina sáum við.     Okkur er að lokum "trúað" og við röltum okkur niður að tjaldi en verðum þó varar við að það er hellings rok úti.  
Þegar við erum að nálgast staðsetningu tjaldsins þá fara að renna á okkur tvær grímur þar sem við sjáum ekki tjaldið og kom þá í ljós að kl 7 um morguninn skall á þetta agalega hvassviðri og eitthvað af tjaldvagnafólkinu vaknaði við að fortjöldin þeirra voru með læti og ákváðu að tékka á tjaldbúunum og sáu þá að tjaldið var mannlaust á leiðinni út í heiminn og felldu fyrir okkur súlurnar og hentu allskonar dóti yfir tjaldið til að halda því þó á staðnum.   Þetta var því sjónin sem við okkur blasti morguninn eftir daginn eftir
Í hvassviðrinu ákváðum við því að henda dótinu inn í jeppann og reyna að plata vinnufélagana til að leyfa okkur að sofa hjá þeim í herbergjunum og það eina sem passað var uppá var að áfengið lenti fram í og svo fór restin bara þvers og kruss inn í bílinn.

Laugardagur fór semsagt ekki í sólbað heldur fór fólkið bara inn í samkomuhús og skemmti sér þar með spilum og öðru milli þess sem við borðuðum heita humarsúpu í hádeginu og fengum grillað lambalæri í kvöldmatinn.   Eitthvað af börnunum voru þó svo huguð að leika sér úti í rokinu og verður eiginlega að kallast heppni að ekkert af börnunum var í hoppukastalanum þegar hann tók á loft og blessunarlega var útisalerni á svæðinu því hver veit hvað hann hefði annars endað kastalinn

Þegar mest var (um kvöldmat á laugardag) voru yfir 100 mans á svæðinu og mikið af börnum svo mikið var fjörið, en um kvöldið fór eitthvað af barnafólkinu heim og við hin héldum uppi fjörinu með fjöldasöng og spjalli og um kvöldið fóru allir vel sáttir að sofa.

Í morgun voru margir sem horfðu öfundaraugum á okkur ferðafélagann þegar við röltum okkur beint úr sturtunni, kvöddum og gátum sest beint inn í bíl  og haldið heim á leið, en þar reyndar tók við vandamálið að pakka saman tjaldinu og finna eigur okkar, en það hefur að mestu verið gengið frá og ekki margt sem ekki finnst. 

Næ kannski að rifja upp einhverja brandara síðar úr ferðinni, en í augnablikinu er ég bara þreytt en sátt við vel heppnaða helgi að Kjarnholti.is

TAKK FYRIR MIG starfsmannafélag Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

maður gæti haldið að við höfum ekki verið á sama landinu um helgina, þvilíka blíðan sem var hér um helgina

Kolbrún Jónsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:41

2 identicon

Það er ekkert talað um deitið við hoppukastalann ?? ÉG las og las og beið spennt eftir að sjá hvað hefði komið út úr því !!!!!  ÉG vona að manngreyið hafi ekki fokið og svikið þig á deitinu !!!!!

Ég var í Grímsnesinu um helgina og það var LOGN hjá mér, að vísu var það svolítið mikið að flýta sér á köflum !!!!

Við misstum víst af miklu í mörkinni !!!!   Hún verður bara tekin á næsta ári !!

Maja ex-pwc (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Rebbý

Já, heyrðu
Deitið mitt hætti að vinna hjá okkur fyrir nokkru og kom því ekki.  Ég hélt að ég hefði verið búin að segja frá því.  Hann er samt ekki búinn að gefast upp svo kannski kemur deitsaga af honum síðar, hver veit
Þórsmörkin klikkar ekki, komu allir sólbrúnir og sælir þaðan, en hætt við að ég kjósi heldur rokið og samstarfsfélagana aftur að ári

Rebbý, 25.6.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband