frábæra fríið ...

... er rétt byrjuð á degi 2 í 3ja daga fríinu mínu og bara verð að segja ykkur hvað ég er búin að eiga góðan tíma.

Vaknaði seint í gær og skreið út á svalir þar sem ég settist í sólbað, fékk mér nýkreistan ávaxtasafa og ristað brauð með osti og jarðaber í eftirrétt.   Fór svo í sturtu og skrapp í búðir þar sem ég eyddi tugum þúsunda og var svo hundraðþúsundasti viðskiptavinurinn og fékk allt frítt og að auki 100.000kr lagðar inn á bankareikninginn minn til að eyða á næstu dögum.
Skrapp svo í langan lunch með æðislegum strák og fengum okkur svo rölt niður á tjörn og gáfum öndunum aðeins að borða en röltum svo bara hringinn hönd í hönd og röbbuðum saman.
Síðdegis hitti ég svo 3 bestu vinkonur mínar og við fengum okkur Margarítu svona rétt fyrir kvöldmatinn og settumst svo til borðs þar sem humar var í forréttinn og naut í aðalrétt og enginn hafði lyst á eftirrétti.
Fór svo heim þar sem aldrei þessu vant var spennandi sjónvarpsefni og sofnaði sæl í sófanum eftir yndislegan dag.

Vá hvaða þetta hefði verið fullkomið, en í raunveruleikanum þá bara fór ég á flakk með mömmu og við þurftum að borga fyrir allt sem við keyptum FootinMouth   En góður dagur engu að síður ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æji ég var alveg að kaupa þetta allt saman. Reynar var ég svolítið hissa á að þú sagðir mér ekkert frá þessu í gær og heldur ekki á námskeiðinu áðan. En gott að dagurinn var svona frábær engu að síður.

luv ya

Hibba Bibba (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Minn svona dagur hefði endað á því að finna Brad Pitt í rúminu mín   Ég bara þvæ þvott á fullu því ÉG ER AÐ FARA TIL JAPAN !!!!

Svava S. Steinars, 22.6.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Rebbý

luv ya to Hibba Bibba bara spurning hvor er fullkomnari Salsa dansari

Og Svava - góða skemmtun í Japan, verst að strákarnir þar slefa varla upp í þig (hæð þína sko) ekkert fútt að skoða þá þess vegna.

Rebbý, 22.6.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband