meira salsa ...

... jæja nú er ég búin að skrá mig í framhald af Salsa kennslunni og bara komin tilhlökkun fyrir næsta tíma.
Vona að sem flestir frá workshop-inu verði áfram með því þetta var snilldar hópur og væri bara gaman ef úr yrði að við færum nokkur til Kúbu að skemmta okkur við að dansa á götum úti með innfæddum snillingum.

Annars var ég snillingur í dag .... hitti strák í dag sem ég hef þekkt í dágóðan tíma og veit að er single og ætlaði að vera ferlega kúl á því og bjóða honum á deit, en gugnaði í miðri setningu og til að koma mér út úr vandræðunum þá bara tróð ég inn upplognu veðmáli milli mín og sameiginlegrar vinkonu okkar um að það væri ok að bjóða strákunum úr vinahópnum út.   Eftir að hafa spjallað í dágóðann tíma við hann um þetta veðmál þá þurfti ég að "trúa" honum fyrir því hverjum af strákunum vinkona okkar væri spennt fyrir og guttinn ætlar að hjálpa mér að koma þeim saman.
Verður gaman að sjá svipinn á vinkonunni þegar félaginn mætir á svæðið og tilkynnir henni að hann sé á fullu að vinna í þessu deiti fyrir hana .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband