.... hvað ég er þreytt.
Búið að vera geggjað á salsanámskeiðinu og mikið af góðu fólki þar saman komið. En þrátt fyrir að þetta séu ekki nema 2 klst á dag þá er ég jú að verða gömul og ekki í formi svo það auk vinnuálagsins sem búið er að vera síðustu vikuna er bara eiginlega búið að ganga frá mér.
Hef verið í vinnunni 13 tíma á dag (þri-mið-fim) og mína 8 á föstudag (tek fram að þó ég vinni yfirleitt fyrir framan tölvuna þá var svo ekki þessa vikuna heldur hlaupandi milli staða og mikið standandi í fæturna í misgáfuðum fótabúnaði), fór svo á námskeiðið og mætti eftir það í vinnuna í gær og var þar í 4 tíma og fór svo aðeins heim áður en haldið var á salsa ballið. Nú er ég nýskriðin á fætur og ætlaði mér eiginlega að fara í vinnuna fyrir lokaátakið, en er bara hreint út sagt ekki að nenna því.
... næst er að fara að læra spænskuna svo maður geti skilið strákana þegar til Kúbu verður farið til að prufa hvað maður lærði ......
Flokkur: Bloggar | 3.6.2007 | 10:08 (breytt kl. 10:10) | Facebook
Athugasemdir
Hola mi amiga. Como esta?
Ekki ganga algjörlega frá sjálfri þér. Þú verður að hafa orku til að fara á deit svo að við fáum fleiri sögur á bloggið 
Jóna (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:47
þabbarasona, ertu að fara til Kúbu ?? Var á Kúbukvöldi í vinnunni á föstudaginn, lærði grunnsporin í salsa... ahemm... er ekki alveg orðin meistari...
Svava S. Steinars, 4.6.2007 kl. 01:39
Salsakvöld í kvöld á Glaumbar, grunnsporin kend milli 8 og 9 og svo ball á eftir
Allir velkomnir þangað, veit ekki enn hvort ég kemst reyndar en skellið ykkur endilega
Rebbý, 4.6.2007 kl. 08:25
Þetta var ekkert smá gaman kona:) ætlar þú að fara að næsta námskeið?????
Hibba Bibba (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 15:32
Ekki spurning Hibba Bibba, rétt að vona að sem flestir af þessu námskeiði mæti áfram
kíkið á www.salsaiceland.com til að sjá hvað er að gerast
Rebbý, 4.6.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.