... bý í fjölbýlishúsi og á síðasta húsfundi var svo slöpp mæting að ég óvart lenti í stjórn húsfélagsins. Ekki að maður eigi ekki að taka þátt í því sem er að gerast, en við erum félagar í öðru húsfélagi (blokkarlengjan) og nú er húsfundur þar líka og búið að hræða mig með hversu stjórnin þar er hörð og ákveðin og það sé búið að valta yfir almúgann í húsunum síðustu árin.
Nú er svo komið að ég á að mæta fyrir hönd míns húsnúmers á fundin og búið er að henda í mig fullt af gögnum og ég beðin að passa að samþykkja ekkert.
Merkilegt að halda húsfundi svona í byrjun sumars þegar allir eru að njóta þess að eiga langar helgar og skreppa úr bænum.
EN ... þau í hinum húsnúmerunum munu ekki vita hvaða furðufugl þetta er frá mínu húsnúmeri því ég á eftir að pikka í hverja línu því ég er svo nýflutt að ég veit ekkert hvað hefur verið í gangi síðasta árið, nema ég veit að það er ekki að sjá á húsinu að neitt hafi verið gert ..... verð örugglega valin ómeðfærasti íbúinn eftir fundinn ..... yeah .......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.