... fullkomna bíómyndastundin ...

... jæja, best að halda áfram að telja upp þau deit sem ég get hugsað mér að segja frá á þessum vettvangi.   Það skal þó tekið fram þar sem þau koma þétt hérna inn að þetta er saman safn af deitum sem ég hef átt síðan ég skildi og það er rúmt ár síðan sá "voðaatburður/blessun" átti sér stað.  Ég er semsagt ekki þessi voðalegi raðdeitari sem ég lít út fyrir að vera.LoL

Allavega þá skrapp ég til GranCanaria í byrjun vetrar til að slappa aðeins af eftir erilsamt sumar.  Bjó þar hjá vinkonu minni og átti bara yfir höfuð frábærar stundir þar.  
Eitt kvöldið ákváðum við að hella aðeins upp á okkur og fara að hitta Elvis á einum af börum bæjarins Arguineguy.  Þar var lítill spænskur sjarmör í glysgalla sem söng Elvis lög eins og hann ætti lífið að leysa og stóð sig mjög vel enda vorum við vinkonurnar duglegar að dansa og syngja bakraddir með honum í lögunum hans alveg óumbeðnar.

Nema hvað ... þegar sýningunni líkur þá skellum við okkur á græna teppið á ensku ströndinni og höldum áfram að skoða í kringum okkur misgamla menn (ekki ungan mann að sjá á staðnum).  Við dönsuðum við eitthvað af kanaríbúum þarna og reyndum eins og hægt var að skemmta okkur, en þegar við erum eiginlega ákveðnar í að fara þá er bankað í öxlina á mér og mér boðið upp í dans.  Ég byrja að afsaka mig, ég sé að fara meðan ég sný mér við og hætti skyndilega við þegar við mér blasir þessi agalega fallegi ungi maður.    Sammy kallar hann sig, stráklingur frá Marokko og ég sem við vinkonu mína um að bíða smá stund.
Eftir nokkur lög þá fer samviska mín að trufla mig þar sem vinkona mín sat bara hin prúðasta og beið eftir mér svo ég gerði hlut sem er ekki mér líkur á ferðalögum erlendis ... ég fer til hennar og segi henni bara að fara, ég sjái hana á morgun.  

Vopnuð 20 evrum og engu öðru fer ég aftur til Sammy og við ákveðum að fara á rólegri stað til að spjalla aðeins.  Hann býður mér heim til sín, en ég afþakka það, segist ekki vera þannig dama.  Svo hann segist vita um fullkominn stað .... við förum inn í litla búð og kaupum okkur drykki og svo löbbum við hönd í hönd í nokkrar mínútur og röbbum saman þangað til hann segir bendir fram fyrir sig og segir bak við þetta hús ætlum við að fara.  
Verð að viðurkenna að mér leyst nú ekkert á að fara bak við eitthvað stærðar hús þar sem enga lýsingu var að sjá, en þegar þangað kom þá skildi ég af hverju þetta var fullkomni staðurinn ... við vorum komin niður á strönd og sátum svo saman í sandinum, spjölluðum og biðum sólarupprásarinnar saman.  
Mæli með því að allar konur sitji í faðmlögum með fallegum útlendingi og horfi á sólarupprás á Spáni allavega einu sinni á ævinni Joyful

Verið bara gáfaðri en ég og hafið á hreinu hvar þið búið og ef það er svona afgirt svæði eins og ég bjó á, með engum bjöllum, takið þá lykla eða allavega farsímann með til að komast inn heima.  Ég vissi hvað hótel eitt í nálægð við heimilið hét og gat komið bílstjóranum í skilning hvert skyldi fara frá hótelinu til að komast heim en þegar þangað kom þá var allt læst og enginn á ferð svo ég þurfti að byrja með að sitja fyrir utan í dágóðan tíma þangað til íbúi í complexinu treysti því að hleypa mér inn og þá gat ég lagt mig fyrir utan íbúðina því vinkonan var að sjálfsögðu steinsofandi og enn engar bjöllur í nánd .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"summer love" eru oft rómó .  En annars gaman að lesa bloggið þitt

Jóna (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband