... ekki svoleiðis strákur ...

... villtist eftir ball niður á Dubliners að skoða hina síðustu sénsana með nokkrum félögum.   Skrepp á salernið en þegar ég kem til baka sé ég ekki fólkið mitt svo ég tek upp símann minn og ætla að hringja í þau og sjá hvar þau eru. 

Allt í einu er síminn minn tekinn af mér, honum lokað og sagt "engar áhyggjur, þarft ekki að leita lengur að mér"   ég lít upp og sé þennan líka flotta strák, flott dressaður í svört jakkaföt, hvíta skyrtu og með hvítt bindi.   Hann kynnir sig (skulum kalla hann herra flottan) og býður mér í glas, en þar sem klukkan var rúmlega 4 þá var ég ekki að hafa áhugann á því og segi hann aðeins of seinan, ég sé á leiðinni heim. 

Herra flottur var líka herramaður því hann býðst til að fylgja mér í staðin út í leigubíl sem ég samþykki.  Byrja þó á því þegar út í vorið var komið að taka í hendurnar á honum og skoða hvort ég sæi hring þar eða allavega hringafar - hann hlær og spyr hvað ég sé að spá svo ég segi honum bara hreint út að ég sé að leita eftir giftingahringnum, svona flottir strákar eru einfaldlega ekki á lausu, hvað þá að spjalla við mig.     
Honum þótti þetta agalega skondið og segir einfaldlega "ég er ekki svoleiðis strákur"

Við förum að rölta um í leit að leigubíl og spjöllum saman á meðan, störf okkar, fjölskyldu, ástæðu skilnaðarins hjá mér og hann segir mér frá barnsmóður sinni og áttum okkur svo á því 4 tímum síðar að kannski höfum við gleymt að leita eftir leigubílnum á labbinu.
Hann var agalegur herramaður allan tímann, leiddi mig um bæinn og ég get svo svarið fyrir það ef það var ekki að myndast bleikt ský undir fótum mér ... hvernig stóð á því að ég varð svona heppin ... ég þyrfti að muna að þakka félögunum fyrir að stinga mig af .... væri bara komin með spenntan mann upp á arminn (eða ég komin upp á arminn hjá honum) og það var bara enn engan galla að finna á honum ... alveg þangað til hann sagði - hér eru bílar, takt þú þennan ég verð að fara í hinn og koma mér heim áður en konan mín vaknar.

Andlit mitt varð eitt spurningamerki og ég spyr hann út í þessa athugasemd fyrr um kvöldið að hann væri ekki svoleiðis strákur þegar ég leitaði eftir hringnum, svarið var snilld ......  ég geng bara aldrei með skartgripi  .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get svarið fyrir það, að þú átt að gefa út fyrsta bindið af Rebbý sögum!

Anna Stína (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 13:14

2 identicon

Það verður gaman að fá að fylgjast með þessu daðri hér á síðunni.

 Kv. Maja ex-PWC

María Jónatansdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 09:32

3 identicon

He, he, fyndinn gaur!

Vilma (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband