... jæja - þessi saga verður vonandi toppurinn á því sem ég get sagt ykkur, allavega vil ég helst ekki upplifa annað eins eða hvað þá verra stefnumót.
Enn einn netverjinn sem ég er búin að spjalla við og virkaði svo eðlilegur og rólegur strákur vildi endilega hitta mig og þar sem ég var löt þá tók ég þann séns svona einu sinni að bjóða manni bara hingað heim á fyrsta stefnumót. Gerði honum það ljóst þó að ég væri bara að bjóða upp á kaffisopa eða eitthvað svona til að drekka, en allt annað væri off limits, ég væri bara gamaldags siðprúð dama. Hann taldi það bara besta mál, okkur væri bara báðum að leiðast og því ekki að hittast frekar og reyna að drepa tímann með spjalli.
Nema hvað, hann kemur hérna í heimsókn, ég set músík í tækið og við spjöllum um daginn og veginn. Vinnan, fjölskyldan, ferðalögin, sumarfríið og hvað eina sem okkur datt í hug. Eftir um 2ja tíma spjall hérna þá var ég bara nokkuð sátt við að hafa lagt í að bjóða svona ókunnugum strák heim og þóttist bara í góðum málum þar sem þetta var bara nokkuð myndarlegur strákur.
Allt í einu kemur Grace Kelly með Mika í tækið og gaurinn stekkur upp úr sófanum og byrjar að dilla sér og segir þetta lag tilvalið til að strippa við. Ég hlæ að honum og segi honum að hætta þessu bulli, en peysan fær að fjúka og svo bolurinn ... meira dill og næst fer annar sokkurinn svo hinn og ég er eiginlega alveg hætt að hlægja að gaurnum. Gaurinn heldur áfram að dilla sér í takt við krulluhærða krúttið og endar á sprellanum hérna inni í stofu hjá mér og sest í leðrið NAKINN.
Ég sit við hliðina á honum og er svona að vandræðast hvert skuli horfa því ekki var "milli fóta konfektið" neitt til að hrópa húrra yfir þrátt fyrir að vera í standstöðu og ég bið mann greyið um að standa upp og klæða sig.
Hann var nú ekki alveg til í það og fer eitthvað að handfjatla vininn og spyr hvort ég vilji ekki aðstoða sig ég hélt nú ekki, þakkaði þó gott boð enda með eindæmum kurteis kona. Bað hann enn um að klæða sig og bað hann eins kurteisilega og ég gat um að koma sér líka bara sjálfum út. Félaginn fer þá að tína á sig spjarirnar aftur en stendur svo fyrir framan mig þannig að fermingabróðirinn er í augnhæð hjá mér og segir þetta síðasta séns fyrir mig um leið og hann dillar sér þannig að slátrið flengist fram og til baka framan við mig og hann fór að tjá mér hvað það sé erfitt að keyra þegar ástandið er svona, hvort hann mætti ekki allavega fara inn á bað hjá mér að tappa af ... þá stóð mín upp, henti í hann restinni af fötunum og sagði "skal panta handa þér leigubíl........"
Athugasemdir
Jóna (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 12:48
HA ha ha ha var einmitt að bíða eftir þessari! hefur þú ekkert heyrt í stripparanum aftur????
Góða skemmtun um helgina
Anna Stína (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 14:02
nei ekkert heyrt í honum aftur en hef þó heyrt af honum þar sem síðar kom í ljós að hann er besti vinur sambýlismans kunningjakonu minnar (flókið já)
Rebbý, 8.6.2007 kl. 14:26
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!
Var með munninn fullan af pastasalati svo Snæfríður (tölvan mín) átti fótum sínum fjör að launa þegar ég brast í hlátur/grátur...
Ó mæ.. ég vona að þú lendir ekki í einhverju sem toppar þetta. Og þó... góð saga!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.6.2007 kl. 17:09
Ohhh! Get ég fengið númerið hans? Ætli hann strippi í partýum?
Vilma (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 20:59
Gvuð SENDU HANN TIL MÍN - 1-800-woman in need
Ég sé að það er allt allt of lítið að gerast í mínum málum
Magga Budda (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 22:46
Hahahahhah, talandi um Kodak moment, verst að þú átt þetta ekki á spólu. Mun aldrei geta heyrt Grace Kelly lagið án þess að hugsa til þessa
Svava S. Steinars, 9.6.2007 kl. 01:25
ég á enn númerið hans svo því ekki að gefa ykkur það og sjá hvort hann taki smá snúning fyrir ykkur síðar
Rebbý, 9.6.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.