... skrapp á ball fyrir nokkru og hitti þar mann úr fortíðinni (þó ekki minni). Fyrrum kærasti mikillar vinkonu minnar síðan ég var 18 ára var þar og við spjölluðum helling, rifjuðum upp gamlar stundir og duttum svo óvart aðeins niður í daður. Það skal tekið fram að daður er mitt líf og yndi svo þetta var kannski ekki svo mikið óvart, en þó ... maður á ekki að daðra við fyrrum kærasta vinkvenna sinna en tók þó sénsinn þar sem 18 ár voru síðan þau voru saman. Eftir mikið spjall, smá daður og smá dans þá lauk ballinu og ég taldi óhætt að fá okkur einn bjór heima hjá mér áður en hann færi af stað heim til sín. Þvílíkur sakleysingi sem ég stundum er
Eftir að vera búin með hálfan bjór fær guttinn að nota salernið hjá mér og var það mjög sjálfsagt eins og fyrir alla sem hingað koma, ég heyri að hann sturtar niður, setur setuna niður (fékk prik þar), þvær sér um hendurnar og opnar dyrnar á ný ..... en .... svo kom enginn fram í stofu aftur. Eftir að hafa beðið í smá stund þá fór ég að hafa áhyggjur af mann greyinu og kíkti fram á gang ... enginn þar, kíkti inn í eldhús .... enginn þar, kíkti inn á baðherbergi .... enginn þar og þá var eiginlega bara um svefnherbergið mitt að ræða. Ég læddist inn að herbergi og kíkti inn og við mér blasti óborganleg sjón. Lá ekki guttinn þar, hálf meðvitundarlaus af áfengisneyslu, nakinn að bíða eftir að ég kæmi svo hann gæti sýnt mér alla sína takta. Ég bað hann að klæða sig, ég væri að hringja eftir bíl handa honum og það dugði til að ná smá sambandi við hann, hann reisti sig við og sagði "viltu mig virkilega ekki ......."
Flokkur: Bloggar | 19.5.2007 | 10:57 (breytt kl. 10:57) | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha... algjör snilld! :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.5.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.