... jæja byrjum á "unglega" manninum sem ég hitti í vikunni.
Við vorum búin að spjalla aðeins í tölvunni (dæmigert nútíma fólk) og allt leit voðalega vel út, höfðum svipuð áhugamál og svipaðar skoðanir á soranum sem er í gangi á þeim síðum sem eru til þess gerðar að hjálpa einstaklingum eins og okkur að finna ekki bara HINN EINA RÉTTA framtíðar maka heldur alla réttu einstaklingana til að leika sér með meðan leitin ber árangur. Allavega var núna kominn tími til að sjá hvort neistaflug yrði og æða í bæinn í smá göngutúr.
Rétt fyrir göngutúrinn segir herrann mér þó að hann vilji aðeins konur sem taki sig til og reyni allt sitt til að líta sem best út ... í stuttu máli sagt þá vita þeir sem mig þekkja að ég er svona maskari, hárfroða, tannburstun, í gallabuxurnar, bol og strigaskóna áður en hlaupið er út allt of sein í vinnuna svo þetta byrjaði ekki vel. Fór samt af stað í gallabuxunum og ákvað að standa þétt á mínu, maður breytir sér jú ekki fyrir neinn, æddi af stað niður í bæ og kom að mótstaðnum í fínu veðri þrátt fyrir að væru nokkrir dropar sem duttu úr skýjunum þarna fyrir ofan mig.
Spennan eykst og svo kemur hlaupandi á móti mér maður í snjáðum gallabuxum með ljótan trefil um hálsinn og kallar "hæ Rebbý" og mér bara brá. Unglegi fertugi maðurinn sem ég beið svo eftir að hitta virðist hafa legið í dái síðustu 10 árin því það eru nokkur ár síðan hann varð fimmtugur.
Við tökumst í hendur og sannfærum okkur um að þetta sé rétta fólkið að hittast en lítið varð úr göngutúrnum þar sem herrann þoldi ekki þessa 4 dropar á mínútu sem náðu að bleyta fína nýblásna hárið hjá honum svo það var ákveðið að renna sér í bíltúr í staðin.
Án þess að fara í gegnum það sem rætt var í bílnum þá allavega varð strax ljóst að við áttum ekki jafn mikla samleið og spjallið hafði sagt til um.
Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að þegar komið er að því að hittast þá sést fólk? Ég bara spyr ...
Athugasemdir
:) Lofar góðu Rebbý!
Vilma (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:36
hahahahaha
Kolbrún Jónsdóttir, 18.5.2007 kl. 21:57
Bara snilld! Bíð spennt eftir næstu færslum
Anna Stína (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.