Færsluflokkur: Bloggar
Veit ekki hvernig ég á að segja þetta öðruvísi en bara beint út.
Stjúpan mín og mamma hennar kíktu til mín í vinnuna í dag með rósir og nammi handa mér.
Langt er orðið síðan ég hef séð þær mæðgur svo þetta var mjög ánægjuleg tilbreyting á annars frekar daufum degi.
Rósirnar og nammið komu frá stjúpunni bara af því ég er best
Eins voru þær að athuga hvort það mætti setja nafnið mitt niður í erfðarskrá móðurinnar svona sem mögulegur forráðamaður dömunnar ef pabbi hennar yrði ekki til staðar.
Ekki það að mamman á marga áratugi eftir og allt það, en hvaða fyrrum stjúpmömmur fá svona ósk framborna.
Hvað þær mæðgur eru bestar og hvað ég er með bráðið hjarta ....
Bloggar | 11.4.2008 | 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Klukkan var 15:38 og ég ætlaði að læða mér út án þess að nokkur sæi fyrst ég var að stinga af svona "snemma" heim úr vinnunni.
Læddi mér að bílnum mínum og dró fram fjarstýringuna af hurðinni, ýti á "úr lás" takkann og beið en það kom ekkert blikk á ljósin.
Labbaði nær og hélt áfram að hamast á takkanum en ennþá gerist bara ekki neitt.
Þegar ég var komin svo gott sem ofan í bílinn og enn gerðist ekkert þá ákvað ég að batteríið væri bara búið í fjarstýringunni, skellti lyklinum í lásinn og opnaði, settist inn og setti í gang en ...... ekkert gerðist.
Kíki á mælaborðið og sé að ég hef gleymt að slökkva á ljósunum í morgun ..... "bjáninn þinn" hugsa ég um leið og ég læði mér út á verkstæði sem er á svæðinu hjá okkur og bið stráka mína um að redda mér startköplum.
Óli sæti kemur með mér út með startkapla á einhverjum vagni og ég tek aftur hurðina úr lás með lyklinum, opna húddið og hann skellir köplunum á og segir mér að prufa að gangsetja kaggann og BÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍBÍ þjófavörnin fer á fullt þar sem þessi elskulegi öldungur heldur að það sé verið að stela sér.
Ég hoppa aftur niður úr bílnum, læsi honum aftur og hann þagnar, reyni aftur við fjarstýringuna en enn gerist ekkert svo ég opna hann aftur með lyklinum og hann byrjar að væla svo ég læsi aftur og hann þagnar.
Þegar þarna var komið voru strákarnir farnir að fjölmenna við bílinn minn að fylgjast með hvaða hávaði þetta væri og þegar áhorfendur voru orðnir nægilega margir í gluggunum líka þá loksins tekst mér að opna öldunginn með fjarstýringunni og setja í gang.
Mæli ekki með því að þið reynið að stinga af snemma frá vinnu því sannleikurinn kemur greinilega alltaf í ljós ......
Bloggar | 10.4.2008 | 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
... er fátt að gera annað en sofa og jú horfa á gamlar bíómyndir
Ég er sökker fyrir rómans, las sennilega of mikið af ástarsögum sem unglingur og horfi reglulega á einhverja ameríska (stundum breska þökk sé þér Jóna) rómanstíska mynd.
Einni mynd skýtur reglulega upp í kollinn á mér því í henni er að finna uppáhalds setninguna mína úr bíómynd"YOU ARE EVERYTHING I NEVER KNEW I ALWAYS WANTED"
vildi að ég hefði átt þessa setningu sjálf því mér finnst hún brilliant.
Allavega þessi mynd (Fools rush in) hefur ekkert annað sérstakt til að bera nema kannski undirspilið í brúðkaupinu í lok myndar þar sem Elvis er spilaður undir - einfaldur texti en flottur.....
Wise men say only fools rush in
but I can't help falling in love with you
Shall I stay
would it be a sin
If I can't help falling in love with you
Like a river flows surely to the sea
Darling so it goes
some things are meant to be
take my hand, take my whole life too
for I can't help falling in love with you
Allavega .... bíð eftir þeirri stund þar sem ég get notað þessa setningu mína og meint hana .....
Bloggar | 9.4.2008 | 14:55 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lögst í flensuna aftur og nýbúin og var þá líka bara nýbúin
Verð víst bara að sætta mig við það að ég sé veik, að líkaminn hafi réttara fyrir sér en kollurinn sem er ekki alveg að nenna þessu.
Veit held ég ekkert leiðinlegra en vera veik heima.
Ekki misskilja mig, mér finnst íbúðin mín yndisleg, líður hvergi betur en hér - þ.e. þegar ég er hér af fúsum og frjálsum vilja.
Hendi einni spurningu yfir til ykkar ..... mælið þið með einhverri sýningu í Borgarleikhúsinu umfram aðra?
Við Gunni erum að fara á hið fullkomna stefnumót, svona fyrir utan það að þetta séum við tvö en ekki einhver annar af hinu kyninu.
Verðum reyndar að viðurkenna að það er líka fínt að það séu bara við tvö, verðum þá allavega ekki að upplifa vandræðalegar þagnir í miðju borðhaldi
Eigum nefnilega boðsmiða út að borða 3ja rétta með léttvíni og flottheitum og einnig miða fyrir 2 í Borgarleikhúsið.
Nú er bara að fara að velja sér stykki að sjá og dagsetningu í þetta.
En farin að leggja mig ....
Bloggar | 8.4.2008 | 09:25 (breytt kl. 09:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nú eru allir að strumpast og þið getið kíkt á það hér http://bluebuddies.com/js/Painter_Smurf.js"></script>
Bloggar | 7.4.2008 | 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja nú er sennilega búið að afskrifa mig úr öllum Ljónapartýum framtíðarinnar og einnig þeim stjörnumerkjapartýum sem þeim dettur næst í hug að halda.
Við Gunni vorum bæði slöpp og þar sem hann hafði náð að sitja með fullan bjórinn sinn fyrir framan sig allt kvöldið þá ákvað ég að nýta mér farið með honum heim um 23:30 og fékk fullt af miður fallegum augngotum að launum.
Þegar við fórum var rétt að byrja almennileg stemming í húsinu enda verið að byrja kennslu á fiskadansinum. Vilma og Margrét Birna fóru þar fremstar í flokki og eitthvað af hugbúnaðarliði og kattarvinum að bæði fylgjast með og eins að læra skrefin.
Þið tókuð ykkur vel út en þar sem takturinn er svona mikill í mér þá tel ég mig ná þessu flókna fyrirbæri í næsta partýi og næ þannig að vera með í danshópnum
En Snjóka mín og Vilma, námskeiðið verður haldið síðar og þá lofa ég að vera ekki með svona "non alcohol" vesen í gangi eins og síðustu mánuðina þegar þið eruð í nálægð.
Bloggar | 6.4.2008 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það var einstaklega fallegt eitthvað að horfa út um stofugluggann minn í morgun.
Fánarnir við verslunarmiðstöðina varla haggast, sólin skín, krakkar úti að leika sér og hestafólk á ferð ..... þetta er toppurinn.
Sat og hlustaði á tónlist, borðaði morgunmatinn og milli þess að ég las bloggin hjá vinum og bloggfélögum þá gat ég ekki annað en horft út í góða veðrið.
Nú langar mig bara að skella mér út úr bænum og sjá hvort vorið sé að koma allstaðar.
Mest langar mig þó að skella mér í Jökulsárlónið í smá siglingu, en að verður víst ekki þessa helgina enda ég búin að lofa mér í gleði í kvöld.
Ljónin mín eru orðin svo langeyg eftir Ljónapartýinu (sem er árlega kringum 20 júlí) að boðað var til Hrútapartýs í kvöld og skildu mæting fyrir Ljónin og aðdáendur þeirra. Skilst þó að einn Hrútur hafi fundist í aðdáendahópnum svo við getum þá skálað fyrir honum.
Merkilegt hvað mikið af vinum mínum og kunningjum eru ljón fyrst þau ná að halda úti stærðarinnar partýi ár hvert.
En best fyrir mína að kunna sér hóf í gleðinni, bæði búin að leggjast aftur í veikindi (eins og páskarnir hefðu ekki átt að vera nóg) og að fá "the bad boy" í heimsókn á morgun að klára eitthvað af viðgerðinni ... skil ekki alveg sjálf hvað varð eftir, en hann sá eitthvað að viðgerðunum sem hann taldi Meyjuna ekki geta lifað með þrátt fyrir að ég sæi ekkert að (sést hvað ég er stundum ekki mikil Meyja).
En er rokin út í góða daginn að reyna að gera eitthvað uppbyggilegra en hanga á netinu.
Eigið fallegan vordag öllsömul ....
Bloggar | 5.4.2008 | 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef alltaf átt handlagna menn í lífi mínu (fyrst pabba og svo fyrrum eiginmanninn) svo ég hef ekki þurft að gera margt sjálf á heimilinu annað en skipta um perur eða batterí í tækjum og tólum (og ekkert dótakassa komment núna)
Núna var þó svo komið að dimmerinn í stofunni var farinn, önnur löppin á borðstofuborðinu ónýt, hurðarnar á nýja ísskápnum opnuðust í vitlausa átt og enn bara rússi í svefnherberginu.
Þar sem einn af strákunum í lífi mínu (the bad boy) er handlaginn með eindæmum og áður búinn að sýna hæfileika sína við að bora og setja upp allar hillurnar hérna heima þá nýtti ég mér tækifærið meðan við erum enn að hittast og bauð honum í heimsókn með tækin sín og núna bara sit ég með allt nýviðgert.
Held samt að ég ætti að finna mér enn eitt námskeiðið til að kíkja á, vitið þið um handlaginn 101 námskeið ....
Bloggar | 3.4.2008 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í tilefni þessa erfiðasta dag ársins fyrir okkur auðtrúa fólkið þá verð ég að segja ykkur yndislega sögu frá því ég eignaðist fyrsta bílinn minn.
Pabbi heitinn hefur alveg vitað hvað hann var að fara þegar hann keypti fyrsta bílinn handa mér.
Keypti gamla Mözdu station svo ég yrði nú ekki of mikil gella. Mér fannst ég samt bara flott á honum og oft voru ansi margir farþegar í henni þar sem það var svo gott pláss í skottinu og eins fóru einhverjir rúntinn sitjandi á húddinu á henni.
Nema hvað hann þekkti líka dóttur sína af öðru, og það var af glannaskap og ást á hraða (sá það á hestgreyjunum þegar þeir komu í hús sveittir og móðir eftir kappið sem ég vildi fara í).
Hann keypti þess vegna bíl sem var þeim ókostum gæddur að hafa bilaðan 5. gír og hann tjáði mér strax að ef ég setti bílinn í 5. gír þá myndi ég eyðileggja bílinn.
Auðvitað keyrði ég svo eins og svín með bílinn ávallt í 4.gír og reyndi að komast eins hratt og ég gat þannig (tek fram að ég hef vitkast smá síðan þá) og blótaði því í sand og ösku að geta ekki skellt honum í 5. og náð aðeins meiri hraða.
Að lokum ákvað ég að hraðinn væri meira virði en bíllinn svo ég skellti honum í 5. gír kvöld eitt á Sæbrautinni og viti menn ... fyrstu kílómetrana gerðist ekkert, en svo datt varadekkið undan bílnum svo ég þurfti að snúa við og leita að því.
Bíllinn skemmdist vissulega ekki, en álög höfðu greinilega verið sett á hann .....
Bloggar | 1.4.2008 | 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mikið agalega var gott að vera bara heima um helgina að gera sem minnst (þrátt fyrir miklar veislur og skemmtilegar samkomur) en voðalega sá ég eftir því samt í dag þegar ljóst varð að ekki næðist rafmagn á efri byggðir fyrir kl 16 og þess vegna ekki hægt að greiða út blessuð launin.
Núna er ég með 220faldan hiksta frá vinnufélögum sem sáu að ekkert kom inn á bankareikningana í dag.
Nei svona í alvöru þá skilja þetta vonandi flestir þó vissulega hafi ekki allir vitað að það væri rafmagnslaust hjá okkur, en frétta það í fyrramálið þeir sem ekki sáu það bara í fréttunum í kvöld.
Annars er bara fátt að frétta af mér, nema hvað ég var staurblind seinni part gærdagsins
Vissi svosem alveg að það væri ekki gáfað að skreppa með kattarofnæmið mitt í heimsókn á kattarheimili, en átti heldur ekki von á 6stk þar sem ég kíkti inn í kaffi með vinkonu minni inn á heimili vinkonu hennar.
Hafði þó gaman af því að hlusta á Boston Legal en sé samt að ég verð að hætta því snarlega þar sem ég er farin að taka upp takta úr þáttunum sem ég er ekki hrifin af ..... síðustu daga þegar ég hef verið eitthvað að vandræðast eða stressa mig þá hef ég byrjað að purra og ef þetta heldur áfram þarf ég að fara að tálga mér sígarettu og fer að ganga með hendur framan á lærum ....
Bloggar | 31.3.2008 | 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)