Rosalega langar mig mikið núna sitjandi hérna í rökkrinu að halda glæsilegt matarboð.
Sé alveg fyrir mér að ég hringi á morgun í nokkra góða vini og voni að þau séu öll laus um helgina. Leggjast svo í kokkabækur og skoða, spá og spekulera hvað skuli elda og ekki spurning um að þetta yrði 3ja rétta matseðill .... lágmark.
Taka svo íbúðina í gegn og hafa allt tandurhreint, setja kerti í alla glugga og tendra þau því fátt er fallegra á svona haustkvöldi. Strauja "nýja" dúkinn sem ég keypti síðasta haust og er ekki farin að nota enn og taka svo sparistellið upp og dekka svo upp fallegt borð með blómum.
Gera svo allt tilbúið varðandi matinn, fara í sturtu og gera mig hvað fínasta og fara í eitthvað af nýju fötunum frá útlandinu, taka á móti þessum elskum og eiga fullkomna kvöldstund með góðu spjalli yfir þessum ótrúlega girnilega mat.
Eins gott að ég á eftir að sofa áður en ég hleypi þessu í framkvæmd, næ sambandi við raunveruleikann og sleppi þessu því ég kann ekkert að elda ....
Bloggar | 14.8.2007 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

![]() |
Fá greiðslur fyrir að megra sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.8.2007 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jæja, komin heim, þreytt og sæl og með bráðið Visakort
Við stjúpurnar vorum voðalega duglegar að versla og ekki síst eftir að komið var til London.
Það hefur oft verið talað um að ég eigi voðalega mikið í stúpunni þar sem hún hefur apað eftir mér fatasmekkinn, tónlistarsmekkinn og ýmsa aðra takta. Ég hlakkaði því extra mikið til að fara með hana í stórborg til að sjá hvort ég gæti komið inn í hana áhuga á byggingalist, en gekk ekki.
Eins og mér finnst alltaf gaman að skoða byggingarnar þarna úti þá hafði hún bara áhuga á búðunum og bíóhúsunum .... enda skruppum við á laugardagskvöldinu að sjá Rush hour 3 og skemmtum okkur konunglega meðal Bretana og merkilegt hvað hún náði miklu af húmornum í henni þrátt fyrir að vera bara 11 ára gömul og svo er reyndar alveg hægt að hlægja að þeim félögum Lee og Carter án þess að skilja orð af því sem sagt er.
Komumst líka að því að neðanjarðarlestirnar eru það leiðinlegasta sem hún veit eins og það var spennó í upphafi ferðar að eiga eftir að prufa þær
Eyddum síðasta deginum í Madame Tussaud's og það verður nú að viðurkennast að þær eru misjafnlega vel gerðar vaxmyndirnar því suma einfaldlega þekkti ég ekki nema lesa á spjöldin meðan aðrar voru einstaklega vel heppnaðar og gaman að sjá.
Eins fannst mér bæði gaman og ekki gaman hvernig safnið er sett upp. Við fórum á mis við margar stjörnurnar meðan maður gekk á aðrar því þær standa bara úti á gólfi í miðri mannþvögunni.
Skipulagða konan ég var ekki alveg að ná því og eins var leiðinlegt að kenna börnunum að vera bara með frekju til að komast að og láta mynda sig því raðir voru hluti sem enginn kunni á þarna inni.
Well - best að koma sér í gang og út í búð því ég gleymdi alveg að biðja kærustuparið að hafa eitthvað í ísskápnum mínum þegar ég kæmi heim og hungrið að byrja að kalla .....
Bloggar | 14.8.2007 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
smá kveðja aftur að utan og núna í vél með íslenskum stöfum (yeah)
Fórum í dag í Alton Towers og verð að segja að þetta er snilldar skemmtigarður fyrir alla fjölskylduna.
Byrjaði þó á að tjá stjúpunni það að ég færi aldrei í svona tæki þar sem ég yrði veik af því að bara horfa á þau á ferð, en endaði þó með að prufa svona bollaferð sem er hönnuð fyrir yngstu börnin og komst upp á bragðið. Fór svo í flúðasiglingu sem endaði með það blautum fötum að helst hefði þurft að vinda þau, en þar sem það voru um 20gráður og sól úti þá þornuðum við fljótt. Svo lét ég platast og fór í mína fyrstu rússibanaferð og hafi mikið gaman að þó það hafi verið til þess að ég hætti (eða ætlaði að hætta) að fara í tækin í dag.
Hef aldrei verið hrifin af því að stjórna ekki sjálf ferð minni og það sást þarna en fór svo að ég hélt í draugahús þar sem væri verið að hræða mann, en nei - þetta var enn eitt tækið og ég endaði með að vera á hvolfi í því í langan tíma haldandi mér í stjúpuna og vin okkar meðan þau hlógu bara að mér .... þvílík fjölskylda sem ég á.
Í gær fórum við til Manchester í verslunarleiðangur í Trafford center og náðum við stjúpan að eyða hellings pening þar (eins og konum einum er lagið að því þið strákarnir hugsið væntanlega núna) og á morgun er stefnan tekin á Liverpool að skoða borgina aðeins auk þess sem kíkja á aðeins í búðir. Annar sólríkur dagur skv veðurspá svo ég verð orðin voðalega brún á minn mælikvarða þegar heim kemur.
Föstudagur verður svo notaður í að ferðast aftur til London og við náum vonandi að kíkja aðeins í Nottinghill og svo er bara dæmigerður ferðamannarúntur á laugardag og vaxmyndasafnið á sunnudag.
Það þarf væntanlega ekki að segja að kíkt verður eitthvað í búðir svo að á sunnudagskvöldinu verður aldeilis gaman hjá okkur dömunum að pakka okkur niður fyrir heimferðina á mánudag.
Voðalega styttist fríið mitt hratt .....
Bloggar | 8.8.2007 | 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
hallo elskurnar minar,
Vid stjupan erum ad brillera i utlondunum. Heitasti dagur arsins i Bretlandi i gaer og vid fundum vel fyrir thvi enda var bara aett nidur a strond i Formby og reyndar leitad helling af ikornum en their fundust ekki thratt fyrir mikla gongu i skoginum thar.
I dag er stefnan tekin a dyragard og nu er bara verid ad naera sig og svo verdur aett af stad. Nuna eru 19` og sol svo vid gaetum allt eins verid a Spani bara, en ekki bida eftir ad eg verdi brun hehe
Thad verdur reyndar lika ad nefna thad ad svona ferdadagur eins og laugardagurinn var hja okkur stjupunum er allt annad en skemmtilegur. Forum ad heiman kl 4 ad islenskum tima og nadum heim til vinafolksins herna i Bretlandi kl 18 ad islenskum. Mikid ferdalag, mikid af setu og enn meiri bid .... en Olsen Olsen og ipodinn bjorgudu malunum
Bidjum ad heilsa ollum
Bloggar | 6.8.2007 | 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jæja elsku vinir,
Ekki lítið þreytt núna þegar ég vakna í þessu leiðinda veðri, skil ekkert hvað þetta er að gera í fríinu mínu.
Ætla svosem ekki að gera neitt mikið í dag en þarf þó að pakka niður fyrir ferðina hjá okkur stjúpunum til Bretlands. Merkilegt hvað ég pakka alltaf niður á síðustu stundu því ég sé fyrir mér að ég fari í það um kvöldmatarleitið og þá er næstum því kominn tími til að leggja sig fyrir ferðalagið.
Parið kom í gær að sækja húslyklana og mikið ef þau ætla ekki bara að vaka fram undir morgun svo þau geti flutt inn um leið og ég skelli í lás ..... hahahaha ..... erfitt að vera ungur og ástfangin heima hjá foreldrunum
Man að pabbi heitinn þurfti reglulega, þegar það voru gestir, að segja að ég og kærasti þess tíma þyrftum að fjárfesta í nýju rúmi svo hann gæti ekki merkt við dagatalið hversu gaman hefði verið þá nóttina
En ... ferðasögur munu koma svona af og til að utan, vona að helgin allavega gangi vel hér á klakanum .....
Bloggar | 3.8.2007 | 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
hafið þið lent í því að sjá sömu manneskjuna út í búð dag eftir dag sem er bara að virka eitthvað voðalega rétt á ykkur?
Virðist vera með radíus á myndarlega menn þessa dagana og þar sem konan er einhleyp þá náttúrulega er það bara besta mál.
Búin að sjá svo agalega myndó mann að versla í Nóa á sama tíma og ég síðustu vikurnar. Tók eftir honum fyrir nokkru og er bara farin að vera agalega dugleg að versla þarna og þar sem Nóatún er ekki ódýrasta búðin í bænum þá er eins gott fyrir mig að fara að sækja um styrki til matarinnkaupa eða fara að gerast smá spæjó og sjá hvort guttinn sé einhleypur.
Tók fyrsta skrefið í dag þegar ég náði að skoða hvort það væri hringur (já ég er enn svo saklaus í hugsun að halda að það tákni eitthvað) en klikkaði á aðal spæjó atriðinu sem verður næsta verkefni og það er að ná að kíkja í körfuna og sjá hvað hann er að versla og ef þetta lítur út fyrir að vera matur fyrir einn þá þarf ég að drífa mig á námskeið sem gæti heitið "daðrað við kæliborðið" og láta svo vaða.
Veit einhver um spæjónámskeið sem eru í gangi eða "daðrað við kæliborið/grænmetisborðið" námskeið ......
Bloggar | 2.8.2007 | 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
dagskrá fyrsta dags í sumarfríi ...
1. sofa út
2. þrífa heimilið vel því það verður í láni meðan ég verð úti
3. þvo hellings þvott
4. heimsækja "Benna" litla sem ætlar að koma í heiminn bráðlega og já reyndar múttuna hans líka
5. hitta vinkonu for lunch
6. versla gjafir handa fólkinu sem er svo sætt að taka á móti okkur stjúpunum
7. fara í endurvinnsluna
8. versla inn fyrir kvöldið
9. búa til eitthvað gott til að snarla með spilunum
10. eiga gott kvöld með vinkonum við spilamennsku
virðist bara ætla að verða svolítið busy dagur
Bloggar | 2.8.2007 | 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
gátum engan vegin verið viss hvað þessi litli granni yndislegi þjónn var að meina þegar hann tuðaði þetta í gríð og erg meðan hann sannfærði vinkonu mína um að henni væri óhætt að skreppa út að reykja milli rétta.
Fórum þrjú saman út að borða í gær og eftir að það kom í ljós að Kínahofið var lokað þá var ákveðið að tékka á því hvernig nýi kínverski veitingastaðurinn í gamla Naustinu væri.
Rosalega flott staður sem sýnir vissan klassa og á móti okkur tók fullt af glaðlegum andlitum sem ýmist vísuðu okkur til borðs, heltu í vatnsglösin eða réttu okkur matseðlana.
Við áttum yndislega kvöldstund saman þó svo við séum mis dönnuð (taki til sín sem eiga án þess að móðgast þó) og borðuðum þarna rosalega góðan mat.
Svona fyrir ykkur sem hafið áhuga á mat þá fengum við okkur í forrétti vorrúllu, spjót með kjúkling í Satay, djúpsteikta kóngarækju, dimsum bollu og agalega sterkt grænmeti. Hver réttur öðrum betri. Og ekki var það verra í aðalréttunum, þá voru Peking önd, steiktar núðlur með kjúkling og fantasíu kjúklingur (get með engu mót lýst þeim rétti, en svakalega var hann góður)
Mæli með því að þið kíkið þarna yfir, flott þjónusta og svo vinsamlegt starfsfólk að þegar það fattaðist að reykingamanneskjan í hópnum hafði gleymt tóbakinu þá náði einn þjónninn okkar bara í tóbak og bauð henni
Bloggar | 1.8.2007 | 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
vá hvað það var yndislegt að koma heim eftir erfiðan dag í vinnunni í dag og setjast bara upp í sófa og kveikja á tölvunni, ráfa um netið og hlusta á framhaldsþættina í sjónvarpinu ... ekkert að elda og þar að leiðandi ekkert að vaska upp og bara vera ein með sjálfri mér.
en á hitt mátann, voðalega hefði verið notalegt að koma heim og rabba við makann um daginn, veginn og kaffistofuspjallið .... fara saman inn í eldhús og hjálpast að við að elda og svo vaska upp eftir snæðinginn, leggjast svo upp í sófa saman og vöðla okkur þar í eina hrúgu og horfa á framhaldsmyndirnar.
... lífið er kannski bara yndislegt sama hvaða spilum maður nær að spila út í augnablikinu ...
Bloggar | 30.7.2007 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)